Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Einkasjúkrahúsið: Gríð­ar­leg­ur ábati fyr­ir rík­ið
Laugardagur 6. mars 2010 kl. 13:28

Einkasjúkrahúsið: Gríð­ar­leg­ur ábati fyr­ir rík­ið

- Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri KADECO í viðtali


Þró­un­ar­fé­lag Kefla­vík­ur­flug­vall­ar (Kadeco) hef­ur í sam­starfi við Iceland Healt­hcare ákveð­ið að ráð­ast í um­fangs­mikl­ar end­ur­bæt­ur á sjúkra­hús­inu að Ás­brú, í Reykja­nes­bæ. Á sjúkra­hús­inu verða þrjár skurð­stof­ur og 35 leg­u­rými, þar sem boð­ið verð­ur upp á sér­hæfð­ar með­ferð­ir fyr­ir út­lend­inga. Allt að 300 störf munu skap­ast í tengsl­um við starf­sem­ina. Að­koma Kadeco sem rík­is­fyr­ir­tæk­is að verk­efn­inu og kostn­að­ur við það hef­ur ver­ið til um­ræðu í þjóð­fé­lag­inu og á með­al ráða­manna. Þar hef­ur ver­ið kastað fram spurn­ing­um sem Vík­ur­frétt­ir ákváðu að leita svara við. Fyr­ir svör­um varð Kjart­an Þór Ei­ríks­son, fram­kvæmda­stjóri Þró­un­ar­fé­lags Kefla­vík­ur­flug­vall­ar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

- Þess­ar hug­mynd­ir um upp­bygg­ingu spít­al­ans, eru þær nýtil­komn­ar?
„Allt frá lok­um árs 2006 hef­ur ver­ið unn­ið að stefnu­mót­un er varð­ar upp­bygg­ingu á fyrr­um varn­ar­svæð­inu sem nú ber heit­ið Ás­brú. Sú stefnu­mót­un bygg­ir í fyrstu á upp­bygg­ingu tveggja at­vinnu­klasa auk tæki­færa tengd­um sam­göng­um vegna mið­lægr­ar stað­setn­ing­ar á heimskort­inu. Þess­ir at­vinnu­klas­ar taka mið af styrk­leik­um og sam­keppn­is­hæfni Ís­lands og Reykja­ness þá sér­stak­lega. Þess­ir tveir klas­ar eru heilsuklasi, svo­nefnt heilsu­þorp, og orkuklasi á Ás­brú“.


100 milljónir frá Kadeco

- Er rétt að Þró­un­ar­fé­lag­ið sé sjálft að setja um 1 millj­arð í þetta verk­efni?
„Nei, það er al­rangt og virð­ist ein­hvern veg­inn hafa smit­ast inn í um­ræð­una og eng­inn skil­ur hvað­an það kom. Þró­un­ar­fé­lag­ið er að­eins að setja 100 millj­ón­ir í pen­ing­um í þetta verk­efni auk fast­eign­ar sem er lít­ils ­virði í dag og reynd­ar miklu frek­ar nei­kvætt virði. Það má geta þess að óum­flýj­an­leg út­gjöld rík­is­ins vegna spít­al­ans væru 60 millj­ón­ir á þessu ári. Þau út­gjöld eru í tengsl­um við al­menn­an rekst­ur hús­næð­is­ins og raf­magns­breyt­ing­ar sem laga­leg skylda er að fram­kvæma fyr­ir októ­ber­lok. Því fjár­magni má að mati fé­lags­ins bet­ur verja með þeim hætti að Kadeco leggi 100 millj­ón­ir sem hluta­fé í nýtt fé­lag, Seltún, sem mun eiga og end­ur­bæta spít­al­ann og leigja hann út. Því má miklu frek­ar segja að pen­inga­legt fram­lag Kadeco sé 40 millj­ón­ir nettó. Þá eru þess­ar 100 millj­ón­ir ekki út­gjöld held­ur fjár­fest­ing sem mun skila sér til baka. Til við­bót­ar þeirri fjár­fest­ingu er áætl­að að aðr­ir sterk­ir fag­fjár­fest­ar, s.s. Eign­ar­halds­fé­lag Suð­ur­nesja, komi sam­eig­in­lega með um 100 millj­ón­ir. Það er hins veg­ar þannig að Seltún mun standa fyr­ir fram­kvæmd­um og er heild­ar­end­ur­bóta­kostn­að­ur áætl­að­ur um 900 millj­ón­ir sem deilist nið­ur á 3 ár. Fyrsti áfangi þeirr­ar fram­kvæmd­ar er áætl­að­ur um 600 millj­ón­ir og unn­inn á fyrsta ári. Hluti af þeirri fram­kvæmd verð­ur fjár­magn­að­ur með lán­um sem Seltún tek­ur og er heild­ar­lán­töku­þörf þess fé­lags því áætl­uð um 700 millj­ón­ir sem deilist nið­ur á þessi 3 ár“.


- Hvers vegna eru rekstr­ar­að­il­arn­ir ekki sjálf­ir að sjá um þessa fram­kvæmd?
„Kaup á fast­eign­inni var vissu­lega kost­ur sem við buð­um þeim í upp­hafi en áhugi á slíku var ekki til stað­ar. Ástæð­an var sú að líkt og þró­un­in hef­ur ver­ið bæði hér á landi og er­lend­is á und­an­förn­um árum hef­ur það færst í auk­ana að rekstr­ar­fé­lög ein­beiti sér að sín­um kjarna­rekstri og láti aðra um þá þætti sem þeir eru sér­hæfð­ir í þ.m.t. fast­eigna­rekst­ur. Fyr­ir þessa að­ila stóð val­ið um að byggja upp á Suð­ur­nesj­um eða láta inn­rétta fyr­ir sig skurð­stof­ur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða jafn­vel í Nor­egi. Sem bet­ur fer náð­um við að sann­færa þá um að Suð­ur­nes­in væru besti kost­ur­inn og hér væru tæki­fær­in meiri til að byggja upp inn­an heilsu­þorps­ins á Ás­brú í ná­lægð við flug­völl­inn og fleiri þætti. Þannig að það kom í raun aldrei til greina að þeir færu sjálf­ir beint í fast­eigna­rekst­ur. Sú stað­reynd að leigj­and­inn hef­ur tryggt sér fulla fjár­mögn­un rekstr­ar­ins er að okk­ar dómi merki um það að virði þess að leigja hon­um eign­ina, með hag­stæð­um og góð­um leigu­samn­ingi fyr­ir Kadeco, er mun meira held­ur en að selja hana á þess­um tíma­punkti. Enda var fjár­mögn­un verk­efn­is­ins af þeirra hálfu for­senda þess að við fær­um í fram­kvæmd­ir.

Í sum­um til­fell­um er um það að ræða að að­il­ar hafi keypt eign­ir beint af Kadeco og ann­ast end­ur­bæt­ur en í öðr­um til­fell­um hef­ur Kadeco séð um end­ur­bæt­ur og leigt út eign­ir. Kadeco hef­ur end­ur­bætt og leigt út eign­ir í aukn­um mæli að und­an­förnu í ljósi þess að fast­eigna­mark­að­ur hef­ur ver­ið nær al­ger­lega fros­inn frá fjár­mála­hrun­inu 2008. Hann var þó far­inn að kólna mik­ið fyr­ir stærri eign­ir í árs­byrj­un 2008 þar sem fjár­magns­mark­að­ir voru frá þeim tíma­punkti orðn­ir nær lok­að­ir fyr­ir stærri fjár­fest­ing­ar. Til að þró­un á svæð­inu myndi ekki stöðvast var far­in sú leið í aukn­um mæli að Kadeco þró­aði og end­ur­bætti eign­ir lengra en áður hafði ver­ið gert. Með því er ver­ið að auka verð­mæti eigna m.t.t. end­ur­bóta og þeirr­ar fjár­fest­ing­ar sem lögð er í eign­ina auk þess sem verð­gildi ann­arra eigna á svæð­inu er að aukast mik­ið með auk­inni starf­semi. Þá mun áfram­hald­andi þró­un leiða til sölu á öðr­um eign­um í tengsl­um við sjúkra­hús­ið s.s. blokk­ir til með­ferða o.fl. Sem dæmi má nefna að ein blokk er að verð­mæti um 200 millj­ón­ir þannig að þessi 100 millj­ón króna fjár­fest­ing­in kem­ur marg­falt og fljótt til baka“.


Margfaldar verðgildi sitt

- Hvað er rík­ið að fá út úr þessu?
„Ís­lenska rík­ið er að fá gríð­ar­leg­an ábata út úr þessu verk­efni. Auk leigu­greiðslna þá er í fyrsta lagi verk­efn­ið að marg­falda verð­gildi ann­arra eigna rík­is­sjóðs á svæð­inu sem tengj­ast upp­bygg­ingu heilsuklasa á Ás­brú. Þær eign­ir kom­ast þá í leigu og sölu og skila þar af leið­andi tekj­um til rík­is­sjóðs sem ann­ars hefðu ekki kom­ið til. Í öðru lagi munu 300 störf skila bein­um skatt­tekj­um til hins op­in­bera af laun­um þess­ara 300 starfs­manna sem nema um 300 millj­ón­um í sjálf­bær­ar tekj­ur á hverju ári. Því verða sjálf­bær­ar ár­leg­ar tek­ur hins op­in­bera hærri en bein fjár­fest­ing Þró­un­ar­fé­lags­ins í þessu verk­efni. Þær tekj­ur má síð­an nýta t.d. í rekst­ur heil­brigð­is­kerf­is­ins. Þar að auki muni alls kyns óbein­ar tekj­ur skila sér til rík­is­ins út frá af­leidd­um þátt­um. Í þriðja lagi þá mun sú að­gerð að fækka at­vinnu­laus­um um 300 manns spara um 500 millj­ón­ir króna á ári í at­vinnu­leys­is­bæt­ur. At­vinnu­leysi er nú þeg­ar hluta­falls­lega mest á Suð­ur­nesj­um,“ seg­ir Kjart­an Þór Ei­ríks­son, fram­kvæmda­stjóri Þró­un­ar­fé­lags Kefla­vík­ur­flug­vall­ar í sam­tali við Vík­ur­frétt­ir.

[email protected]