Breytt umhverfi í flugmálum - nýjar áherslur
Við íslendingar höfum ekki farið varhluta að miklum sviptingum í flugmálum um allan heim frekar en aðrar þjóðir. Mikil aukning hefur verið á síðustu árum í komu erlendra ferðamanna og hafa hagsmunaðilar í ferðaþjónustunni tekið mið af því í sínum framtíðaráætlunum. Það er ekkert bæjarfélag á Íslandi sem ekki ætlar sér stærri hlut af kökunni og er það vel. En afkoma ferðaþjónustu hefur verið og er í dag óviðunandi. Núverandi ferðamannafjölda til landsins verður hvorki viðhaldið né aukinn nema með tryggum flugsamgöngum en tekjur ferðaþjónustunnar eru um 35 milljarða á ári. Það er því mikið í húfi.Flugleiðir, flugfélagið okkar
Allir Íslendingar sem hafa á ferðalögum erlendis nýtt sér þjónustu hinna ýmsu flugfélaga eru flestir ef ekki allir sammála um að Flugleiðir standa upp úr hvað alla þjónustu og aðbúnað varðar. Nýjar og glæsilegar vélar standa okkur Íslendingum daglega til boða til allra átta. Fagleg þjónusta hefur verið aðaleinkenni Flugleiða um árabil sem við tökum í dag sem sjálfsögðum hlut.
Hvaða land í heiminum með aðeins 287.000 íbúa getur boðið upp á 16 áfangastaði daglega með nýjum glæsilegum flugflota og möguleika á tengiflugi til nær allra áfangastaða í heiminum jafnvel samdægurs? Það voru frumkvöðlar og menn með sterka framtíðarsýn sem komu á núverandi samgönguneti til eyjunnar litlu í norðri og sköpuðu með því grunninn að okkar velferðarþjóðfélagi. Í dag hafa Flugleiðir afgerandi þýðingu fyrir íslenska ferðaþjónustu. Og þannig mun það einnig verða í náinni framtíð. Hagsmunum okkar Íslendinga verður aldrei fullnægt með aðkomu erlends flugfélags eingöngu - en góð samvinna þar t.d. við Flugleiðir gæti styrkt ferðaþjónustuna gríðarlega.
Nýir möguleikar í Kanada
Þar sem horfur í ferðamannaþjónustu á Íslandi hafa verið mikið áhyggjuefni tengdra aðila hef ég unnið og kannað þann möguleika að fá önnur flugfélög til að millilenda á Íslandi á leið þeirra yfir hafið eins og mér hafði áunnist að fá Canada 3000 til að gera á árum 1996-1999 með góðum árangri. Fyrir liggur að tekjuaukning vegna millilendinga Canada 3000 og aðkeyptrar þjónustu skipti þá nokkrum hundruðum milljóna króna auk komu fleiri erlendra ferðamanna til Íslands frá áður ónýttum markaði.
Gerði ég athugun í Canada til að kanna hvort flugfélög sem fljúga yfir Ísland kynnu að hafa áhuga á að hafa viðkomu á Íslandi sem leitt gæti til sóknar á nýja markaði. Hefur þessi athugun mín skilað því að í dag hafa kanadískir aðilar verið í reglulegu sambandi og óskað eftir minni aðstoð til að koma á reglulegu flugi á milli Canada og Evrópu með millilendingum í Keflavík.
Hef ég vegna þessa sent bréf til samgöngu- og utnaríkisráðherra auk annarra aðila sem málinu tengjast til að fá þær upplýsingar sem þessir erlendu aðilar hafa óskað eftir. Hugmynd er uppi um daglegar millilendingar í Keflavík með nýju flugfélagi frá Kanada. Til að þetta geti orðið þarf að tryggja sanngjarna skattheimtu yfirvalda, samkeppnishæf lendingargjöld, hagstæð afgreiðslugjöld Flugleiða eða annarra þjónustuaðila svo og leyfi flugfélagsins til að flytja gesti til og frá landinu án takmarkana.
Nýtt íslenskt flugfélag
Á síðustu mánuðum hafa íslenskir aðilar unnið við að koma upp flugfélagi sem fljúga myndi milli Íslands og Evrópu allt árið um kring. Það hlýtur að vera íslenskri ferðaþjónustu mikið ánægjuefni að enn skuli kraftmiklir einstaklingar finnast sem tilbúnir eru í slaginn í ljósi þeirra skipsbrota sem minni íslensk flugfélög hafa mætt á síðustu áratugum og afkomutölum hinna stærri.
Þarna fer fram hópur með nýstárlegar hugmyndir sem fela í sér minni fjárfestingar en áður hefur verið lagt af stað með. Gengur hugmyndin út á samning við núverandi flugfélag um leigu á flugvélum þess og beinum þjónustusamningi t.d. við I.G.S., dótturfyrirtæki Flugleiða, Suðurflug eða annarra. Hér þurfa stjórnvöld og hagsmunaðilar að hafa skýra stefnu og koma þannig að málum að sómi sé að. Á tímum óvissu og mikilla breytinga þarf að styðja við bakið á þeim mönnum sem vilja Íslandi vel og nýta dug og þor þegnanna til góðra verka.
Framtíð Flugleiða
Framtíð Flugleiða byggir að miklum hluta á mannauðnum í landinu. Vitund þjóðarinnar um mikilvægi þeirra þjónustu sem Flugleiðir hafa skapað gegnum árin er grundvöllur að velgegni félagsins. Mikilvægt er að stjórnvöld geti brugðist við mismunandi aðstæðum með stuttum fyrirvara í sátt við ferðaþjónustuna og Íslendinga alla sem geta staðið sáttir á bakvið flugfélag þjóðarinnar hvenær sem er. Því þarf að vera möguleiki á beinni aðstoð frá stjórnvöldum þegar gefur á eins og nú eftir 11. september vegna þeirra gríðarlegu hagsmuna sem íslensk ferðaþjónusta hefur af flugi til landsins. Fyrir um 40 árum þegar Loftleiðir hófu reglulegt flug milli Evrópu og Ameríku var ekki sú aðstaða á Íslandi sem þurfti til að sækja erlenda ferðamenn í stórum stíl. Menn voru stórhuga og sáu hvað þurfti. Reist voru hótel ásamt þjónustu tengdri ferðamennsku að mikilli framsýni og brautin „rudd“ sem við byggjum ferðaþjónustu landsins á í dag.
En tímar breytast og fyrirtækin með! Það er því af framtíðarsýn og raunsæi sem ég byggi mitt mat að Flugleiðir eigi að hætta tengdri þjónustu s.s. rekstri hótela, bílaleigu o.s.frv. þar sem fjölbreytni og samkeppni er vissulega þegar til staðar í landinu í dag. Í ljósi nýjustu atburða þurfa forsvarsmenn Flugleiða enn frekar að einbeita sér að flugfélagsrekstri og standa uppi sem sigurvegarar í þeirri baráttu. Og þeir verða.... okkar allra vegna. Samkeppnisfyrirtæki tengdrar þjónustu eru því í dag betur í höndum annarra sem þá geta af einurð stutt lífæð sína af fullum krafti.
Framtíð Keflavíkurflugvallar
Samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar er og verður grundvallaratriði til að framgangur verði í íslenskri ferðaþjónustu. Völlurinn hefur þegar yfir að ráða þeirri aðstöðu og starfsfólki sem til þarf vegna aukinnar flugumferðar í Keflavík.
Í samtali sem ég átti við Ernu Hauksdóttur, framkvæmdarstjóra SAF, fyrir stuttu kom fram mikill vilji til að vinna í málefnum Keflavíkurflugvallar og gera hann samkeppnishæfari og áhugaverðari. Nefndi hún í þessu sambandi málþing um framtíð Keflavíkurflugvallar sem ég tel jákvætt og rétt byrjunarskref. Ég skora á ferðaþjónustuna að koma á faglegri kynningu á vellinum sem lyki með opnu málþingi um Keflavíkurflugvöll og framtíð hans. Ég vil að Markaðsráð Keflavíkurflugvallar verði endurvakið. Ég vona að ég fái tækifæri til að taka þátt í þessu verðuga og stóra verkefni.
Steinþór Jónsson.
Höfundur er hótelstjóri á Hótel Keflavík og áhugamaður um framtíð flugs á Íslandi.
Allir Íslendingar sem hafa á ferðalögum erlendis nýtt sér þjónustu hinna ýmsu flugfélaga eru flestir ef ekki allir sammála um að Flugleiðir standa upp úr hvað alla þjónustu og aðbúnað varðar. Nýjar og glæsilegar vélar standa okkur Íslendingum daglega til boða til allra átta. Fagleg þjónusta hefur verið aðaleinkenni Flugleiða um árabil sem við tökum í dag sem sjálfsögðum hlut.
Hvaða land í heiminum með aðeins 287.000 íbúa getur boðið upp á 16 áfangastaði daglega með nýjum glæsilegum flugflota og möguleika á tengiflugi til nær allra áfangastaða í heiminum jafnvel samdægurs? Það voru frumkvöðlar og menn með sterka framtíðarsýn sem komu á núverandi samgönguneti til eyjunnar litlu í norðri og sköpuðu með því grunninn að okkar velferðarþjóðfélagi. Í dag hafa Flugleiðir afgerandi þýðingu fyrir íslenska ferðaþjónustu. Og þannig mun það einnig verða í náinni framtíð. Hagsmunum okkar Íslendinga verður aldrei fullnægt með aðkomu erlends flugfélags eingöngu - en góð samvinna þar t.d. við Flugleiðir gæti styrkt ferðaþjónustuna gríðarlega.
Nýir möguleikar í Kanada
Þar sem horfur í ferðamannaþjónustu á Íslandi hafa verið mikið áhyggjuefni tengdra aðila hef ég unnið og kannað þann möguleika að fá önnur flugfélög til að millilenda á Íslandi á leið þeirra yfir hafið eins og mér hafði áunnist að fá Canada 3000 til að gera á árum 1996-1999 með góðum árangri. Fyrir liggur að tekjuaukning vegna millilendinga Canada 3000 og aðkeyptrar þjónustu skipti þá nokkrum hundruðum milljóna króna auk komu fleiri erlendra ferðamanna til Íslands frá áður ónýttum markaði.
Gerði ég athugun í Canada til að kanna hvort flugfélög sem fljúga yfir Ísland kynnu að hafa áhuga á að hafa viðkomu á Íslandi sem leitt gæti til sóknar á nýja markaði. Hefur þessi athugun mín skilað því að í dag hafa kanadískir aðilar verið í reglulegu sambandi og óskað eftir minni aðstoð til að koma á reglulegu flugi á milli Canada og Evrópu með millilendingum í Keflavík.
Hef ég vegna þessa sent bréf til samgöngu- og utnaríkisráðherra auk annarra aðila sem málinu tengjast til að fá þær upplýsingar sem þessir erlendu aðilar hafa óskað eftir. Hugmynd er uppi um daglegar millilendingar í Keflavík með nýju flugfélagi frá Kanada. Til að þetta geti orðið þarf að tryggja sanngjarna skattheimtu yfirvalda, samkeppnishæf lendingargjöld, hagstæð afgreiðslugjöld Flugleiða eða annarra þjónustuaðila svo og leyfi flugfélagsins til að flytja gesti til og frá landinu án takmarkana.
Nýtt íslenskt flugfélag
Á síðustu mánuðum hafa íslenskir aðilar unnið við að koma upp flugfélagi sem fljúga myndi milli Íslands og Evrópu allt árið um kring. Það hlýtur að vera íslenskri ferðaþjónustu mikið ánægjuefni að enn skuli kraftmiklir einstaklingar finnast sem tilbúnir eru í slaginn í ljósi þeirra skipsbrota sem minni íslensk flugfélög hafa mætt á síðustu áratugum og afkomutölum hinna stærri.
Þarna fer fram hópur með nýstárlegar hugmyndir sem fela í sér minni fjárfestingar en áður hefur verið lagt af stað með. Gengur hugmyndin út á samning við núverandi flugfélag um leigu á flugvélum þess og beinum þjónustusamningi t.d. við I.G.S., dótturfyrirtæki Flugleiða, Suðurflug eða annarra. Hér þurfa stjórnvöld og hagsmunaðilar að hafa skýra stefnu og koma þannig að málum að sómi sé að. Á tímum óvissu og mikilla breytinga þarf að styðja við bakið á þeim mönnum sem vilja Íslandi vel og nýta dug og þor þegnanna til góðra verka.
Framtíð Flugleiða
Framtíð Flugleiða byggir að miklum hluta á mannauðnum í landinu. Vitund þjóðarinnar um mikilvægi þeirra þjónustu sem Flugleiðir hafa skapað gegnum árin er grundvöllur að velgegni félagsins. Mikilvægt er að stjórnvöld geti brugðist við mismunandi aðstæðum með stuttum fyrirvara í sátt við ferðaþjónustuna og Íslendinga alla sem geta staðið sáttir á bakvið flugfélag þjóðarinnar hvenær sem er. Því þarf að vera möguleiki á beinni aðstoð frá stjórnvöldum þegar gefur á eins og nú eftir 11. september vegna þeirra gríðarlegu hagsmuna sem íslensk ferðaþjónusta hefur af flugi til landsins. Fyrir um 40 árum þegar Loftleiðir hófu reglulegt flug milli Evrópu og Ameríku var ekki sú aðstaða á Íslandi sem þurfti til að sækja erlenda ferðamenn í stórum stíl. Menn voru stórhuga og sáu hvað þurfti. Reist voru hótel ásamt þjónustu tengdri ferðamennsku að mikilli framsýni og brautin „rudd“ sem við byggjum ferðaþjónustu landsins á í dag.
En tímar breytast og fyrirtækin með! Það er því af framtíðarsýn og raunsæi sem ég byggi mitt mat að Flugleiðir eigi að hætta tengdri þjónustu s.s. rekstri hótela, bílaleigu o.s.frv. þar sem fjölbreytni og samkeppni er vissulega þegar til staðar í landinu í dag. Í ljósi nýjustu atburða þurfa forsvarsmenn Flugleiða enn frekar að einbeita sér að flugfélagsrekstri og standa uppi sem sigurvegarar í þeirri baráttu. Og þeir verða.... okkar allra vegna. Samkeppnisfyrirtæki tengdrar þjónustu eru því í dag betur í höndum annarra sem þá geta af einurð stutt lífæð sína af fullum krafti.
Framtíð Keflavíkurflugvallar
Samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar er og verður grundvallaratriði til að framgangur verði í íslenskri ferðaþjónustu. Völlurinn hefur þegar yfir að ráða þeirri aðstöðu og starfsfólki sem til þarf vegna aukinnar flugumferðar í Keflavík.
Í samtali sem ég átti við Ernu Hauksdóttur, framkvæmdarstjóra SAF, fyrir stuttu kom fram mikill vilji til að vinna í málefnum Keflavíkurflugvallar og gera hann samkeppnishæfari og áhugaverðari. Nefndi hún í þessu sambandi málþing um framtíð Keflavíkurflugvallar sem ég tel jákvætt og rétt byrjunarskref. Ég skora á ferðaþjónustuna að koma á faglegri kynningu á vellinum sem lyki með opnu málþingi um Keflavíkurflugvöll og framtíð hans. Ég vil að Markaðsráð Keflavíkurflugvallar verði endurvakið. Ég vona að ég fái tækifæri til að taka þátt í þessu verðuga og stóra verkefni.
Steinþór Jónsson.
Höfundur er hótelstjóri á Hótel Keflavík og áhugamaður um framtíð flugs á Íslandi.