,,Markmiðum náð í rekstrinum”, segir utanríkisráðherra
„Það skal játað hér að ég hrökk við þegar ég kynnti mér fjárhag Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar eftir að hafa tekið við þessu ráðherraembætti 1995. Fyrir lá að taka þyrfti til hendi við að styrkja fjárhagsstöðu félagsins,” sagði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, þegar hann ávarpaði aðalfund Flugstöðvarinnar í Svartsengi í gær. Hann kvað mikilvægasta skrefið hafa verið stigið með því að breyta Flugstöðinni í hlutafélag árið 2000 og bætti við:
,,Markmiðið með hlutafélagavæðingunni var að Flugstöðin gæti staðið undir fjárfestingum og rekstri og það hefur tekist. Stjórn félagsins og starfsfólk á mikið hrós skilið fyrir að hafa haldið vel og glæsilega á málum á þeim tiltölulega skamma tíma sem liðinn er frá stofnun hlutafélagsins. Breytingin birtist glögglega í afkomu félagsins á árunum 2002 og 2003: hagnaður hefur aukist, eiginfjárhlutfall hækkað, skuldir verið greiddar niður eða endurfjármagnaðar á hagstæðari kjörum. Flugstöðin stendur undir fjárfestingum og rekstri og markmiðum hlutafélagavæðingar hefur þannig verið náð. Ég hef það fyrir sið sem gamall endurskoðandi að líta fyrst á tölur um veltufé frá rekstri í ársskýrslum fyrirtækja enda segja þær jafnan meira um stöðuna en hagnaður. Veltufé frá rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar 2003 var 1.179 milljónir króna en 639 milljónir króna árið þar á undan, sem segir mér það sem segja þarf.”
Einkavæðing ekki á dagskrá
Halldór Ásgrímsson sagði við aðalfundarfulltrúa að það væri hvorki á stefnuskrá sinni né í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að selja hlutafélagið Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
,,Ég tel að mikilvægasta markmiðið með rekstri stöðvarinnar sé að tryggja áframhaldandi uppbyggingu og að draga ekki að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir hverju sinni. Flugstöðin er miðstöð samgangna og sem slík lýtur hún öðrum lögmálum en fyrirtæki í samkeppnisrekstri. Hins vegar er mikilvægt að reksturinn þar innan dyra sé sem mest á vegum einkaaðila. Keflavíkurflugvöllur og flugstöðin eru mikilvægustu samgöngumannvirki landsins og gegna stærsta hlutverkinu í samgöngum Íslands við útlönd. Flugstöðvarsvæðið er einnig stærsti vinnuveitandinn á Suðurnesjum. Það er því afar mikilvægt að rekstur þess gangi vel, bæði vegna þeirra áhrifa sem það hefur á atvinnulífið og vegna þeirrar mikilvægu þjónustu sem það veitir farþegum og flugrekendum.”
Utanríkisráðherra gat þess í upphafi ávarps síns að hann sæti í fyrsta sinn aðalfund Flugstöðvarinnar og lýsti sérstakri ánægju með það. Aðalfundurinn nú verður reyndar bæði sá fyrsti og síðasti sem Halldór Ásgrímsson situr sem utanríkisráðherra því hann flytur sig sem kunnugt er um set í Stjórnaráðinu í haust og tekur við embætti forsætisráðherra.
Á myndinni: Haraldur Johannessen stjórnarmaður FLE hf., Tómas Orri Ragnarsson sendiráðsritari, Kristinn Árnason skrifstofustjóri utanríkisráðuneytis, Gísli Guðmundsson stjórnarformaður FLE hf. og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra.
,,Markmiðið með hlutafélagavæðingunni var að Flugstöðin gæti staðið undir fjárfestingum og rekstri og það hefur tekist. Stjórn félagsins og starfsfólk á mikið hrós skilið fyrir að hafa haldið vel og glæsilega á málum á þeim tiltölulega skamma tíma sem liðinn er frá stofnun hlutafélagsins. Breytingin birtist glögglega í afkomu félagsins á árunum 2002 og 2003: hagnaður hefur aukist, eiginfjárhlutfall hækkað, skuldir verið greiddar niður eða endurfjármagnaðar á hagstæðari kjörum. Flugstöðin stendur undir fjárfestingum og rekstri og markmiðum hlutafélagavæðingar hefur þannig verið náð. Ég hef það fyrir sið sem gamall endurskoðandi að líta fyrst á tölur um veltufé frá rekstri í ársskýrslum fyrirtækja enda segja þær jafnan meira um stöðuna en hagnaður. Veltufé frá rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar 2003 var 1.179 milljónir króna en 639 milljónir króna árið þar á undan, sem segir mér það sem segja þarf.”
Einkavæðing ekki á dagskrá
Halldór Ásgrímsson sagði við aðalfundarfulltrúa að það væri hvorki á stefnuskrá sinni né í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að selja hlutafélagið Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
,,Ég tel að mikilvægasta markmiðið með rekstri stöðvarinnar sé að tryggja áframhaldandi uppbyggingu og að draga ekki að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir hverju sinni. Flugstöðin er miðstöð samgangna og sem slík lýtur hún öðrum lögmálum en fyrirtæki í samkeppnisrekstri. Hins vegar er mikilvægt að reksturinn þar innan dyra sé sem mest á vegum einkaaðila. Keflavíkurflugvöllur og flugstöðin eru mikilvægustu samgöngumannvirki landsins og gegna stærsta hlutverkinu í samgöngum Íslands við útlönd. Flugstöðvarsvæðið er einnig stærsti vinnuveitandinn á Suðurnesjum. Það er því afar mikilvægt að rekstur þess gangi vel, bæði vegna þeirra áhrifa sem það hefur á atvinnulífið og vegna þeirrar mikilvægu þjónustu sem það veitir farþegum og flugrekendum.”
Utanríkisráðherra gat þess í upphafi ávarps síns að hann sæti í fyrsta sinn aðalfund Flugstöðvarinnar og lýsti sérstakri ánægju með það. Aðalfundurinn nú verður reyndar bæði sá fyrsti og síðasti sem Halldór Ásgrímsson situr sem utanríkisráðherra því hann flytur sig sem kunnugt er um set í Stjórnaráðinu í haust og tekur við embætti forsætisráðherra.
Á myndinni: Haraldur Johannessen stjórnarmaður FLE hf., Tómas Orri Ragnarsson sendiráðsritari, Kristinn Árnason skrifstofustjóri utanríkisráðuneytis, Gísli Guðmundsson stjórnarformaður FLE hf. og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra.