LJÓÐSKÁLD ÚR KEFLAVÍK Á ALÞJÓÐLEGRI LJÓÐAHÁTÍÐ
Við Smáratún í Keflavík býr ljóðskáldið Þór Stefánsson. Hann hefur þegar gefið út fjórar ljóðabækur. Þór er nýkominn frá árlegri ljóðahátíð sem haldin er í bænum Trois-Rivières, í frönskumælandi hluta Kanada. Ljóðskáld frá öllum heimshornum lásu upp úr verkum sínum á hátíðinni, en Þór er fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í henni. Silja Dögg Gunnarsdóttir heimsótti Þór á dögunum til að forvitnast eilítið um líf skáldsins og hátíðina í Kanada. Ég fékk mér sæti í sófanum á fallegu heimili Þórs og eiginkonu hans, Huldu Ólafsdóttur leikhússtjóra og leikskólakennara. Ljóðið til fólksins„Mér var boðið að taka þátt í þessari hátíð og sló til. Ég var einn af 150 skáldum frá öllum heimshlutum, og eini Íslendingurinn. Hátíðin var haldin 1.-10. október og við fórum á milli veitinga- og kaffihúsa í miðbænum og lásum upp úr verkum okkar 3var-5 sinnum á dag. Öll dagskráin fór fram á frönsku en það kom fyrir að við vorum beðin um að lesa á móðurmáli okkar og það vakti mikla lukku.” Þór las eingöngu upp úr annarri ljóðabók sinni, Í gróðurreit vorsins, sem kom út árið 1990. Bókin hefur verið þýdd yfir á frönsku og kemur væntanlega út innan tíðar.Mikill áhugi fyrir hátíðinniÞetta er fimmtánda árið í röð sem þessi alþjóðlega ljóðahátíð er haldin í bænum Trois-Rivières. Þór sagði að mikill áhugi hafi verið fyrir hátðinni og fólk kom víða að til að hlusta á upplestur skáldanna. Hann segist líka hafa orðið var við að sumt fólk kom sérstaklega til að hlusta á hann, sem var mjög ánægjulegt. „Ég var líka sendur í framhaldsskóla til að kynna sjálfan mig og skáldskapinn. Kennarinn tók mjög skemmtilega á þessu fannst mér, því eftir að ég var búin að lesa nokkur ljóða minna, lét hann nemendurna greina eitt ljóðið frá orði til orðs”, segir Þór. Árstíðirnar hugleiknarHvers konar skáldskap ertu að fást við? „Það verða nú aðrir að dæma um. Ég er búinn að gefa út fjórar ljóðabækur og þær eru hver með sínu sniði. Fyrsta bók mín heitir Haustaregnið magnast og hinar heita Í gróðurreit vorsins, Hjartarætur í snjónum og Ljóð út í veður og vind. Heiti bókanna sýna kannski að árstíðirnar eru mér dálítið hugleiknar”, segir Þór. Hann segist hafa verið nýfarinn að fást við skáldskap, ætlaðan til úgáfu, þegar fyrsta bókin hans kom út árið 1989. Í nýjustu bók Þórs, Ljóð út í veður og vind (1998), dagsetur hann hvert ljóð. „Þetta er einskonar dagbók, með hugleiðingum mínum”, segir hann til útskýringar.Höfundur orðabóka og þýðandi„Ég var við nám í Frakklandi í mörg ár, fyrst í sálfræði og síðan í almennum málvísindum”, segir Þór þegar hann er spurður að því af hvaða rót tengsl hans við Frakkland eru sprottin. Hann hefur ekki slitið samband sitt við Frakkland og franska tungu því hann er m.a. höfundur franskrar málfræði, sem kennd er í skólum, franskrar orðabókar og fransk-íslenskrar og íslensk-franskrar vasaorðabókar sem hefur hingað til verið ferðafélagi fjölmargra Íslendinga.„Ég hef líka unnið við þýðingar og þýtt eina franska ljóðabók yfir á íslensku og ég gæti vel hugsað mér að gera meira af því. Mig langar einnig að halda áfram að þýða af íslensku yfir á frönsku, sem er alveg nýtt fyrir mér. Ég er með margar hugmyndir í kollinum og verkefnin eru næg”, segir Þór að lokum.Ég bið þig vinur, beittu þínum kröftumí basli okkar manna fyrir lífi,meiri fegurð, færri skrýtnum höftum sem fögnuð okkar gera að stolnu þýfi.Treystu eigin getu. Sjálfur settusöngs þíns spor á daga okkar hinna.Njóttu þess að losa leiða grettuog ljótan svip af ásýnd daga minna.Síðan mun ég semja tónlist þínaog söngur okkar hljóma hærra og fegurheldur en söngur eins manns yndislegur.Saman fáum sólir til að skína.Sálarkraft vorn stöðva engir veggir,-þótt annað segi eiginhagsmunaseggir.(Ljóð út í veður og vind, 1998)Er ástin bara fiðrildi sem flögrará fögrum vængjum sínum milli blómaskamma ævi uns fúnum fótum skjögrarog fellur, bundið minninganna dróma?Er ástin kannski eitthvað sem má hugaeilíft líf á hvunndegi með tómafjárhagsbagga og brauðstritið sem dugabest til þess að drepa fagra hljómaí mannsins kviku sál og segja honumað sælla væri að basla líf sitt einnúr því hann er alltaf svona seinnað svara frómu fjölskyldunnar vonum?Finnst þér hjónalífið eilíft vor?„Will you love me when I´m sixty-four?”(Ljóð út í veður og vind, 1998)