Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lamaðist eftir mótorhjólaslys en keppir nú í hjólastólakappakstri
Marta Eiríksdóttir
Marta Eiríksdóttir skrifar
sunnudaginn 13. október 2019 kl. 07:48

Lamaðist eftir mótorhjólaslys en keppir nú í hjólastólakappakstri

„Eftir að ég slasaðist ætlaði ég að ganga á ný og eyddi ómældum tíma í þessar æfingar. Ég smíðaði mér göngugrind til að leysa þetta mál og æfði og æfði. Fór mikil orka í þetta verkefni mitt. Óvart varð ég að íþróttamanni þegar vöðvar mínir á efri líkama styrktust. Ég datt út úr þessu skeiði að ætla að ganga þegar ég kynntist íþróttum hreyfihamlaðra og hjólastólakappakstri. Ég vildi nýta þessa miklu orku í mér í þá íþrótt og hef ferðast til útlanda til að keppa í þessari grein íþrótta og gengið vel,“ segir Arnar Helgi Lárusson sem lamaðist í mótorhjólaslysi í Helguvík. Hann segir ótrúlega sögu sína í viðtali við Víkurfréttir.

Líf Arnars breyttist á örskotsstundu en hann segir að kappakstur á mótorhjólinu á föstudagskvöldi á Ljósanótt hafi verið vanhugsað. Þrátt fyrir fötlunina er Arnar Helgi mjög jákvæður baráttugaur. Hann og Sóley kona hans hafa eignast  3 börn en hann segir mikil vonbrigði hvað aðgengi fyrir hreyfihamlaða og fatlaða sé ábótavant í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég er mjög orkumikill og kann varla að slaka á segir konan mín. Ég vildi líka alltaf vera að dunda þegar ég var byrjaður að jafna mig eftir slysið. Ég fór að vinna í bókhaldi og grúska úti í bílskúr, að gera við bíla og geri enn. Þegar ég fór að hafa eitthvað fyrir stafni þá var eins og lífið færi af stað. Við eignuðumst Jón Garðar árið 2006 og líf okkar breyttist enn meir. Fram að því pældi ég ekki í aðgengi en þegar ég var kominn með lítið barn sem ég þurfti að fara með á leikskólann Akur en gat ekki, þá fyrst fann ég fyrir hreyfihömlun minni. Ég fór að kynna mér byggingarreglugerðir sem ég sá og sé enn í dag að eru ekki virtar hjá Reykjanesbæ. Ég hef bent yfirvöldum á þetta en þeir halda samt áfram að byggja hús sem ekki eru ætluð öllum bæjarbúum. Eftir að ég varð pabbi þá fór ég að hafa meiri áhuga á baráttumálum. Það er víða pottur brotinn í Reykjanesbæ í þeim opinberu byggingum sem eiga að standa sig gagnvart öllum íbúum bæjarins.“

Viðtalið er í heild má sjá annars staðar á Víkurfréttasíðunni. Smellið hér til að fara þangað.