Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Jón Páll nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar
    Jón Páll Eyjólfsson, nýráðinn leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar.
  • Jón Páll nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar
    Jón Páll sem Skipperinn.
Miðvikudagur 17. desember 2014 kl. 09:10

Jón Páll nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar

Hans bíða ærin verkefni.

Keflvíkingurinn Jón Páll Eyjólfsson er nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Sagt er frá því á vefsíðu RÚV. Í fréttinni kemur fram að ærin verkefni bíði Jóns Páls því leikhúsið hafi átt í miklum rekstrarvanda undanfarin ár. Það færist nú undir nýtt menningarfélag og í samtali við RÚV telur Jón Páll það styrkja reksturinn. Samþættingin muni gefa starfseminni aukinn kraft og meiri samheldni. 

Eins og Víkurfréttir hafa áður greint frá sló Jón Páll í gegn sem illmennið Skipperinn í spennuþáttunum Hrauninu, sem sýndir voru á RÚV fyrr í vetur. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024