Yfir 200 stig í kvennakörfunni
Keflavíkurstúlkur halda öðru sætinu efstu deild kvenna í körfubolta eftir sannfærandi sigur á grönnum sínum í Grindavík í Sláturhúsinu í kvöld. Takesha Watson skoraði 32 stig fyrir Keflavík, en Tamara Bowie skoraði 39 stig fyrir Grindavík.
Leiknum lauk með 122 stigum Keflavíkur gegn 96 stigum Grindavíkur.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Sjá einnig vefsjónvarp Víkurfrétta.