Wallen mögnuð gegn Grindavík og toppliðið tapaði heima
Það fóru tveir leikir fram á Suðurnesjum í Subway-deild kvenna í kvöld. Fyrri viðureign kvöldsins var viðureign grannaliðanna Keflavíkur og Grindavíkur í Blue-höllinni þar sem Keflvíkingar reyndust sterkari aðilinn og unnu sanngjarnan 85:65 sigur. Í hinun leiknum tók topplið Njarðvíkur á móti Valskonum í Ljónagryfjunni þar sem ljónin brugðu sér í hlutverk músarinnar í leik kattarins að músinni, lokatölur 57:66 fyrir Val.
Keflavík - Grindavík 85:65
(23:18, 18:15, 17:16, 27:16)
Það skapaðist aldrei nein spenna í Suðurnesjaslag Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld en heimaliðið, með Danielle Wallen í fararbroddi, réði lögum og lofum í leiknum og hafði góðan tuttugu stiga sigur, 85:65.
Wallen var senuþjófur kvöldsins og skoraði 35 stig fyrir Keflavík, tók fjórtán fráköst og var með fjögur varin skot. Í liði gestanna frá Grindavík var Robbi Ryan afkastamikil með 27 stig, ellefu fráköst og sjö stoðsendingar og Hulda Björk Ólafsdóttir átti ágætis leik með átján stig og fimm fráköst.
Frammistaða Keflvíkinga: Daniela Wallen Morillo 35/14 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 14/5 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 11/6 fráköst/4 varin skot, Tunde Kilin 11/6 stoðsendingar, Katla Rún Garðarsdóttir 7/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/5 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 3, Gígja Guðjónsdóttir 0, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0, Ásthildur Eva H. Olsen 0, Anna Lára Vignisdóttir 0/4 fráköst.
Frammistaða Grindvíkinga: Robbi Ryan 27/11 fráköst/7 stoðsendingar, Hulda Björk Ólafsdóttir 18/5 fráköst, Edyta Ewa Falenzcyk 7/9 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 7/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 3, Arna Sif Elíasdóttir 3, Sigurbjörg Eiríksdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0.
Njarðvík - Valur 57:66
(7:21, 18:23, 14:8, 18:14)
Það var aldrei spurning hvort liðið hafi mætt betur undirbúið til leiks í Ljónagryfjunni í kvöld þegar Valur mætti toppliði Njarðvíkur. Valskonur völtuðu yfir Njarðvíkinga í fyrsta leikhluta og það gekk ekkert hjá heimakonum, hvorki í sókn né vörn. Njarðvík náði sér aðeins á strik í öðrum leikhluta en í hálfleik leiddu gestirnir með nítján stigum, 25:44.
Njarðvík beit örlítið frá sér í seinni hálfleik en það var ljóst að seinni hálfleikur yrði nokkuð brött brekka fyrir þær grænklæddu. Njarðvíkingar minnkuðu muninn í þrettán stig (39:52) í þriðja leikhluta og héldu áfram að saxa á forskot Vals í fjórða leikhluta en skaðinn var skeður og sigur gestanna var aldrei í hættu.
Frammistaða Njarðvíkinga: Aliyah A'taeya Collier 17/17 fráköst, Lavína Joao Gomes De Silva 15/6 fráköst, Diane Diéné Oumou 10/4 fráköst, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 8, Helena Rafnsdóttir 5, Vilborg Jonsdottir 2, Júlía Rún Árnadóttir 0, Dzana Crnac 0, Krista Gló Magnúsdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.
Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var á leikjunum í kvöld og má sjá myndir úr leikjunum neðar á síðunni.