Vítí í blálokin varð Njarðvíkingum að falli
Í miklum baráttuleik máttu Njarðvíkingar sætta sig við 0-1 gegn ÍR á heimavelli sínum. Mark gestanna kom í uppbótartíma eftir að vítaspyrna hafði verið dæmd á Njarðvíkinga. Barátta einkenndi leikinn og var talsvert jafnræði með liðunum. Leikurinn var fyrsti heimaleikur Njarðvíkinga á tímabilinu en þegar höfðu þeir unnið sigur á Hetti á útivelli.