Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vilborg flytur vestur um haf
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 21. mars 2022 kl. 08:31

Vilborg flytur vestur um haf

Njarðvíska körfuknattleikskonan Vilborg Jónsdóttir hefur samið við Minot State háskólann í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum um að spila með skólanum næstu fjögur árin. Minot State-háskólinn er tæplega þrjú þúsund manna skóli sem spilar í Northern Sun deildinni í annarri deild bandaríska háskólaboltans. Liðin sem spila fyrir skólann kallast því skemmilega nafni Bjórarnir (e. Beavers).

Vilborg er ein efnilegasta körfuknattleikskona landsins, hún er jafnframt lykilleikmaður og fyrirliði Njarðvíkur í Subway-deild kvenna og það er því ljóst að stórt skarð verður höggið í leikmannahóp Njarðvíkur á næsta tímabili. Vilborg er annar leikmaður liðsins til að skrifa undir samning við bandarískan háskóla en Helena Rafnsdóttir mun einnig halda í nám til Bandaríkjanna næstu árin.

Keppnishöll Minot State-háskólans, sem Vilborg mun leika með næstu árin, er glæsileg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það verður ánægjulegt að fylgjast með Vilborgu á þessum næsta áfangastað á hennar ferli. Þeir sem vilja fylgjast með vegferð Vilborgar geta gert það með því að fara á vefsíðu hjá kvennakörfunni við skólann.

Tengdar fréttir