Viðsnúningur hjá Víðismönnum
Víðismenn eru enn við sama heygarðshornið í 3. deild karla í fótboltanum. Þeir eru á toppnum ásamt Tindastólsmönnum eftir magnaðan sigur um helgina. Þar lögðu Garðbúar Vængi Júpíters 4-2 í spennandi leik. Staðan var 1-2 fyrir gestina í Vængjum Júpíters þegar 30 mínútur voru til leiksloka en þá tóku Víðismenn við sér. Róbert Örn Ólafsson jafnaði metin fyrir Víði þegar 13 mínútur voru til leiksloka. Hann bætti við öðru marki þegar fimm mínútur lifðu leiks og markaskorarinn Helgi Þór Jónsson rak síðasta naglann í kistu gestanna tveimur mínútum síðar.
Víðismenn eru með 24 stig líkt og Tindastóll en markatala norðanmanna er hagstæðari. Bæði lið hafa aðeins tapað einum leik í sumar.