Víðismenn komnir á sigurbraut
- Þróttarar áfram í toppbaráttu þátt fyrir jafntefli
Huginn og Þróttur Vogum gerðu1-1 jafntefli á Seyðisfirði þar sem Viktor Smári Segatta kom gestunum yfir á 41. mínútu, en Þróttarar brenndu af vítaspyrnu í byrjun leiks. Nenad Simic jafnaði metin fyrir Huginn á 58. mínútu en heimamenn eru á botni deildarinnar með 5 stig en Þróttarar eru í fimmta sæti deildarinnar með 20 stig. Þróttarar hafa misst flugið eftir kröftuga byrjun í byrjun sumars og aðeins fengið tvö stig af síðustu fimmtán mögulegum.
Víðir Garði vann 3-1 sigur á Hetti í Garðinum þar sem Mehdi Hadraoui skoraði í sínum fyrsta leik og Fannar Orri Sævarsson skoraði einnig. Þeir komu heimamönnum yfir snemma leiks. Andri Gíslason skoraði svo þriðja mark Víðismanna á 62. mínútu áður en gestunum tókst að klóra í bakkann á lokamínútunum. Víðir er í áttunda sæti deildarinnar með 12 stig en Höttur er í níunda sætinu með 11 stig.
Reynir Sandgerði vann níunda sigurinn í röð þegar SR mætti í heimsókn og eru með fullt hús stiga í B-riðli 4. deildar. Lokatölur urðu 5-3 fyrir Reynismenn.
GG úr Grindavík fengu liðsstyrk á dögunum þegar Einar Valur Árnason ákvað að draga fram skóna en liðið er á skriði þessa daganna. GG eru í 4. sæti C-riðils 4. deildar eftir 2-4 sigur á liði Afríku og aðeins fjórum stigum frá öðru sæti riðilsins sem gefur sæti í úrslitakeppninni.
Næstu leikir í 2. deild
Fimmtudaginn 26. júlí
Þróttur-Grótta á Vogabæjarvelli kl.19:15
Laugardaginn 28. júlí
Vöslungur-Víðir á Húsavíkurvelli kl.14