Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Video: Glæsileg tilþrif á boxkvöldi HFR
Föstudagur 9. september 2016 kl. 11:01

Video: Glæsileg tilþrif á boxkvöldi HFR

Vel tókst til á boxkvöldi á Ljósanótt þar sem Hnefaleikafélag Reykjaness fagnaði 15 ára afmæli sínu. Á föstudagskvöldinu á Ljósanótt fóru fram sex bardagar í gömlu sundhöllinni þar sem þrír keppendur frá Reykjanesbæ stigu á stokk.

Hinn reyndi Vikar Sigurjónsson steig inn í hringinn í öðrum bardaga kvöldsins, en Vikar á glæstan feril af baki og varð meðal annars Íslandsmeistari árið 2008. Vikar sýndi gamla takta á móti Almari Ögmundssyni frá Hnefaleikafélagi Akureyrar en stöðva þurfti bardagann vegna meiðsla Vikars í annari lotu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Helgi Rafn Guðmundsson sem er betur þekktur fyrir afrek sín í tae kwon do, barðist líka um kvöldið í sínum fyrsta hnefaleikabardaga. Hann sýndi það sannarlega að hann er fjölhæfur bardagakappi og hafði sigur í þremur lotum.

Þorsteinn Snær Róbertsson keppti lokabardagann fyrir hönd HFR og hafði hann sigur eftir spennandi viðureign.

Heimamaðurinn Guðjón Vilhelm fór á kostum sem kynnir kvöldsins og öllum bardögum fylgdi forsaga keppenda og viðtal við keppendur eftir bardagana. Guðjón er brautryðjandi í hnefalaleikum hérlendis og hann sá til að halda uppi fjörinu í salnum allt kvöldið.