Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vel heppnað skákmót á Barnahátíð
Sigurvegarar með verðlaunin sín.
Mánudagur 13. maí 2013 kl. 12:53

Vel heppnað skákmót á Barnahátíð

Gísli Freyr Pálmarsson úr Myllubakkaskóla og Sólon Siguringason sigruðu Krakkaskákmótið sem haldið var í samstarfi við Samsuð (félagsmiðstöðvar á Suðurnesjum) um helgina. Mótið var ákaflega skemmtilegt og gleðin skein úr andlitum barnanna. Skákin hefur oft verið sögð íþrótt hugans og átti það sérlega við þennan dag.

Í öðru sæti í eldri flokki var Vágseid Thorvald frá Gerðaskóla og í yngriflokknum var það Rósant Freyr Hafþórsson úr Holtaskóla sem hafnaði í öðru sæti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mótið var liður í dagskrá Barnahátíðar Reykjanesbæjar og fór fram í KK salnum.