Undanúrslit í körfunni í kvöld
Í kvöld ræðst hvaða lið leika til úrslita í Lengjubikar karla í körfubolta þetta árið, en undanúrslit verða leikin í Njarðvík. Þau lið sem mætast eru Keflavík og Snæfell annars vegar en sá leikur hefst klukkan 18:00. Grindvíkingar og KR mætast svo klukkan 20:00.
Úrslitanleikurinn fer svo fram á sunnudag.