Una Margrét í U-17
Una Margrét Einarsdóttir er fulltrúi Keflavíkur í æfingahópi U-17 ára landsliðs kvenna sem undirbýr sig úrslitakeppni fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Íslandi í júní 2015. Úlfar Hinriksson þjálfari liðsins valdi 30 stúlkur til æfinga en æft var í Kópavogi um helgina.
Una Margrét er fædd árið 1998 og er úr Garðinum. Hún gekk til liðs við Keflavík í vor og leikur með 3. flokki en hefur þegar leikið með meistaraflokki í sumar þrátt fyrir ungan aldur.
„Það er ánægjulegt að sjá unga stúlku úr okkar hópi taka þatt í verkefni hjá yngra landsliði Íslands og vonandi verður Una Margrét áfram með í þessu skemmtilega verkefni,“ segir í tilkynningu á Keflavik.is