Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Miðvikudagur 27. mars 2002 kl. 14:47

Tveir nýjir leikmenn fara með drengjaflokki Keflavíkur til Hollands

Á morgun, fimmtudaginn 28. mars, heldur drengjaflokkur Keflavíkur í körfu í ferð til Hollands þar sem þeir munu spila á mjög sterku alþjóðlegu körfuboltamóti. Tveir nýir leikmenn eru gengnir til liðs við liðið en það eru þeir Darnell Boyd og Erlendur Ottesen.Darnell er búsettur á herflugvellinum og hefur æft með Keflavík undanfarna mánuði og er bakvörður. Erlendur er hins vegar ný genginn til liðs við liðið frá Skallagrími en hann spilaði með þeim í úrvalsdeildinni í vetur. Erlendur er stór og stæðilegur miðherji og svo gæti farið að hann muni spila með Keflavík á næsta tímabili en það er þó enn nokkuð óljóst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024