Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tveir Íslandsmeistaratitlar til Keflavíkur
Mánudagur 16. apríl 2007 kl. 15:59

Tveir Íslandsmeistaratitlar til Keflavíkur

Þó meistaraflokkur Keflavíkurkvenna hafi þurft að sætta sig við silfrið í kvennakörfunni á laugardag þá voru það framtíðarleikmenn liðsins sem spýttu í lófana og færðu í hús tvo Íslandsmeistaratitla.

 

7. flokkur Keflavík varð Íslandsmeistari eftir sigur á stöllum sínum úr Grindavík í miklum spennuleik. Lokatölur leiksins voru 37-24 Keflavík í vil. 7. flokkur hafði einnig sigur á KR 37-23, þá lögðu þær Njarðvík 45-29 og svo KFÍ 48-3.

 

Minnibolti 10 ára stúlkna átti einnig góðu gengi að fagna um helgina og urðu Íslandsmeistarar en þær töpuðu ekki leik í allan vetur. Keflavík telfdi fram tveimur liðum, A og B liðum, en mótið fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Keflavík hafði yfirburðasigur í öllum sínum leikjum um helgina og eru vel að titlinum komnar.

 

Óhætt er því að segja að framtíðin sé björt í kvennakörfunni hjá Keflavík þó meistaraflokkurinn sleiki sárin um þessar mundir.

 

Þá lék minnibolti 11 ára drengja hjá Keflavík í úrslitamótinu í sínum flokki þar sem þeir höfnuðu í 3. sæti en mótið fór fram í Þorlákshöfn og voru það liðsmenn Breiðabliks sem hömpuðu titlinum í mótslok.

 

Myndir: www.vf.is og www.keflavik.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024