Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tiu félagsmet á sundmóti Ármanns
Þriðjudagur 1. nóvember 2005 kl. 22:42

Tiu félagsmet á sundmóti Ármanns

Sundfólk ÍRB náði stórgóðum árangri á sundmóti Ármanns um sl. helgi. Mikið var um bætingar, vel útfærð sund og sæta sigra. Alls litu tíu félagamet dagsins ljós þannig að ljóst er að enn er bjart framundan hjá hinum ungu sundmönnum ÍRB.

Hermann Bjarki Níelsson bætti þrjú, Soffía Klemenzdóttir bætti tvö og María Halldórsdóttir, Rúnar Ingi Eðvarðsson, Ingi Rúnar Árnason, Marín Hrund Jónsdóttir og Gunnar Örn Arnarson bættu eitt.

Samanlagt vann ÍRB 78 verðlaun, þar af 36 gull, 28 silfur og 14 brons ásamt því að eiga þrjá af sex af stighæstu sundmönnum mótsins í hinum ýmsu aldursflokkum.

Stighæstu einstaklingar mótsins.
13-14 ára Drengir - Gunnar Örn Arnarson ÍRB 13 ára 200 fjór 2:25,50 496 stig
11-12 ára Sveinar - Hermann Bjarki Níelsson ÍRB 12 ára 100 skrið 1:05,48 365 stig
11-12 ára Meyjur - Soffía Klemenzdóttir ÍRB 12 ára 200 skrið 2:20,53 548 stig

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024