Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttur og Reynir töpuðu
Sunnudagur 4. nóvember 2007 kl. 11:33

Þróttur og Reynir töpuðu

Leikið var í 1. deild karla í körfuknattleik um helgina. Á föstudagskvöld tóku heimamenn í Þrótti Vogum á móti skólaliðinu FSu og töpuðu 75-85 eftir hörkuleik þar sem gestirnir náðu þægilegu forskoti í enda leiksins. Stigahæstur hjá Þrótti var Daníel Guðmundsson með 21 stig.

Í gær tóku heimamenn í Reyni á móti Haukum og töpuðu stórt 61-90. Haukar náðu góðu forskoti strax í upphafi og Sandgerðingum tókst ekki að vinna það upp. Stigahæstur hjá Reyni var Kolbeinn Jósteinsson með 13 stig.

Eftir leiki helgarinnar eru Reynismenn í 8. sæti með 2 stig eftir fjóra leiki og Þróttarar eru á botni deildarinnar án stiga.

VF-mynd: Stefán Þór Borgþórsson [email protected] - Darrell Lewis að skora tvö af stigum sínum gegn Haukum í gær

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024