Þróttarar marsera áfram í átt að 3. deildinni
Sigurganga Þróttara heldur áfram í 4. deildinni en liðið verður í eldlínunni í kvöld þegar taplausir heimamenn fá lið Skínanda í heimsókn á Vogabæjarvöll.
Þróttarar eru öruggir í umspil um laust sæti í 3. deildinni og æta sér eflaust ekki að slaka á klónni gegn botnliðinu. Markatala Þróttarar er vægast sagt glæsileg, 45 mörk skoruð og aðeins 13 fengin á sig og spurning hvort að örlög Þróttara verði loksins þau að fara uppúr 4. deildinni og skrifa næsta kafla í sögu liðsins.
Leikurinn hefst kl. 19 á Vogabæjarvelli.