Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttarar leika til úrslita í 2. deild karla
Guðmundur Ólafsson hér að komast fram hjá leikmanni Leiknis og setja niður tvö stig. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 28. mars 2022 kl. 15:33

Þróttarar leika til úrslita í 2. deild karla

Þróttur Vogum mætti Leikni Reykjavík um helgina í undanúrslitum 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem íþróttahúsið í Vogum er óleikhæft eftir að hafa orðið fyrir vatnstjóni fyrir skemmstu.

Þróttarar sýndu mikla yfirburði í leiknum og höfðu að lokum 34 stiga sigur (92:58). Þróttur mætir Ármanni í úrslitum um sæti í 1. deild eftir að Ármann hafði betur í sínum leik gegn Snæfelli. Fyrra liðið til að vinna tvo leiki stendur uppi sem sigurvegari 2. deildar karla og teku sæti ÍA í næstefstu deild að ári.

Guðmundur Auðunn brýst fram hjá varnarmanni Leiknis í átt að körfunni.

Birkir Alfons Rúnarsson, formaður meistaraflokks Þróttar, segist spenntur fyrir úrslitaviðureignunum gegn Ármanni og hann hvetur Þróttara og aðra Suðurnesjamenn til að mæta á leikina og styðja við bakið á sínu liði. Stutt er síðan Þróttur stofnaði meistaraflokk í körfuknattleik og er þetta annað tímabilið sem liðið tekur þátt í á Íslandsmóti en hér að neðan má sjá viðtal við Birki Alfons sem var tekið skömmu eftir stofnun deildarinnar hafði átt sér stað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Þessir Þróttarar voru sáttir. Bræðurnir Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar, og Jón Ingi Ægisson ásamt Róberti Smára Jónssyni sem lék með liðinu á síðasta tímabili.

Tengdar fréttir