Þróttarar leika til úrslita í 2. deild karla
Þróttur Vogum mætti Leikni Reykjavík um helgina í undanúrslitum 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem íþróttahúsið í Vogum er óleikhæft eftir að hafa orðið fyrir vatnstjóni fyrir skemmstu.
Þróttarar sýndu mikla yfirburði í leiknum og höfðu að lokum 34 stiga sigur (92:58). Þróttur mætir Ármanni í úrslitum um sæti í 1. deild eftir að Ármann hafði betur í sínum leik gegn Snæfelli. Fyrra liðið til að vinna tvo leiki stendur uppi sem sigurvegari 2. deildar karla og teku sæti ÍA í næstefstu deild að ári.
Birkir Alfons Rúnarsson, formaður meistaraflokks Þróttar, segist spenntur fyrir úrslitaviðureignunum gegn Ármanni og hann hvetur Þróttara og aðra Suðurnesjamenn til að mæta á leikina og styðja við bakið á sínu liði. Stutt er síðan Þróttur stofnaði meistaraflokk í körfuknattleik og er þetta annað tímabilið sem liðið tekur þátt í á Íslandsmóti en hér að neðan má sjá viðtal við Birki Alfons sem var tekið skömmu eftir stofnun deildarinnar hafði átt sér stað.