Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjórar Suðurnesjakonur í landsliði kvenna sem er komið til Rúmeníu
Nýliðarnir í hópnum, Elísabeth Ýr, Emma Sóldís, Dagný Lísa og Anna Ingunn, á ferðalaginu í gær. Mynd: KKÍ
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 8. nóvember 2021 kl. 09:48

Fjórar Suðurnesjakonur í landsliði kvenna sem er komið til Rúmeníu

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik ferðaðist út í gær til Búkarest í Rúmeníu en þar kemur liðið saman til æfinga fyrir leikinn á fimmtudaginn. Þá leikur liðið sinn fyrsta leik í undankeppni EM, EuroBasket 2023, gegn heimastúlkum frá Rúmeníu.

Fjórar Suðurnesjakonur eru í hópnum en þær Anna Ingunn Svansdóttir úr Keflavík og Grindvíkingurinn Elísabeth Ýr Ægisdóttir (Haukum) taka nú þátt í sínu fyrsta A-landsliðsverkefni, fyrir eru systurnar Bríet Sif (Haukum) og Sara Rún Hinriksdætur (Phoenix Constanta, Rúmeníu) í hópnum.
 
Íslenska fararteymið og tíu leikmenn ferðuðust í gær frá Íslandi og hittu Söru Rún Hinriksdóttur, sem leikur í Rúmeníu, og Þóru Kristínu Jónsdóttur, sem kom frá Danmörku, í Rúmeníu í lok ferðalagsins. Skemmtileg tilviljun var að íslenski hópurinn ferðaðist með starfsmönnum og fylgdarteymi KSÍ frá Íslandi en karlalandsliðið á einmitt líka leik gegn Rúmeníu á fimmtudaginn, og því verða tveir landsleikir í Búkarest þann daginn milli Rúmeníu og Íslands. Smá töf var á seinna flugi dagsins vegna vélabilunar á leiðinni frá London en hóparnir komust á leiðarenda að lokum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ein breyting á hópnum · fjórir nýliðar:

Gera þurfti eina breytingu á leikmannahópnum en Helena Sverrisdóttir er meidd og gat ekki leikið í þessum landsliðsglugga. Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, valdi nýliðann Emmu Sóldísi Svan Hjördísardóttur úr Fjölni í hópinn en þetta er hennar fyrsta A-landsliðsverefni. Alls eru því fjórir nýliðar í hópnum en ásamt Emmu Sóldísi eru þær Dagný Lísa, Elísabeth Ýr og Anna Ingunn nýliðar og munu leika sinn fyrsta landsleik á fimmtudaginn.

Hópurinn er því þannig skipaður:

Nafn · Lið (Landsleikir)

Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (nýliði)
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (2)
Bríet Sif Hinriksdóttir · Haukar (6)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (8)
Dagný Lísa Davíðsdóttir · Fjölnir (nýliði)
Embla Kristínardóttir · Skallagrímur (21)
Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Fjölnir (nýliði)
Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (nýliði)
Hallveig Jónsdóttir · Valur (25)
Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar (6)
Sara Rún Hinriksdóttir · Phoenix Constanta, Rúmenía (23)
Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (21)
 
Hildur Björg Kjartansdóttir, Isabella Ósk Sigurðardóttir og Helena Sverrisdóttur eru á meiðslalista og geta ekki leikið. Sigrún Björg Ólafsdóttir, sem leikur í háskóla í USA, var valin í hópinn en gat ekki tekið þátt að þessu sinni vegna anna með skólanum úti.

Tengdar fréttir