Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tap hjá toppliðinu
Mánudagur 9. desember 2013 kl. 09:30

Tap hjá toppliðinu

Keflvíkingar töpuðu sínum þriðja leik í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gær. Þá lutu þær í lægra haldið gegn KR á útivelli, 77-67. Keflvíkingar eru þrátt fyrir ósigurinn ennþá á toppnum ásamt Snæfellingum en bæði lið hafa 20 stig eftir 13 umferðir.

Hjá Keflvíkingum var Porsche Landry stigahæst með 28 stig en Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 13. Aðrar minna. Umfjöllun um leikinn má finna á Karfan.is með því að smella hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


KR-Keflavík 77-67 (20-18, 23-12, 20-11, 14-26)

Keflavík: Porsche Landry 28/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 13/7 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 12/4 fráköst, Lovísa Falsdóttir 6, Bríet Sif Hinriksdóttir 4/4 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 3/8 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 1, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0.