Tap eftir tvíframlengdan leik á Sauðárkróki
Njarðvíkingar töpuðu leik númer tvö í undanúrslitum Subway-deildar karla og eiga því erfitt prógram fyrir höndum ætli þeir sér áfram í úrslitaleikinn en þeir þurfa að vinna þrjá leiki til að takast það. Eftir spennandi leik á móti Tindastóli í gær þurfti tvær framlengingar til að knýja fram úrslit. Stólarnir reyndust sterkari í seinni og fóru því með sigur af hólmi.
Tindastóll - Njarðvík 116:107
(22:19, 18:21, 14:32, 40:22, 9:9, 13:4)
Leikurinn var hnífjafn framan af en í seinni hálfleik tóku Njarðvíkingar að síga fram úr og höfðu náð átján stiga forskoti í lok þriðja leikhluta (54:72). Í fjórða leikhluta brást varnaleikur Njarðvíkinga all svakalega og heimamenn gerðu 40 stig gegn 22 stigum gestanna og það dugði til að jafna leikinn. Í fyrri framlengingu lenti Njarðvík sjórum stigum undir (101:97) en jafnaði í 103:103. Seinni framlengingu tóku heimamenn algerlega, skoruðu þrettán stig gegn aðeins fjórum stigum Njarðvíkinga.
Liðin mætast í þriðja leik á miðvikudag í Ljónagryfjunni og þá verða ljónin að bíta frá sér ef þau ætla sér lengra í keppninni.
Njarðvík: Dedrick Deon Basile 29/9 stoðsendingar, Fotios Lampropoulos 22/8 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 19/11 fráköst, Mario Matasovic 19/10 fráköst, Nicolas Richotti 9, Veigar Páll Alexandersson 6, Logi Gunnarsson 2, Ólafur Helgi Jónsson 1, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Maciek Stanislav Baginski 0, Elías Bjarki Pálsson 0.