Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Íþróttir

Grindavík með eina stig Suðurnesjaliðanna
Njarðvíkingar voru svekktir eftir tap gegn Þrótti á heimavelli en eru þó enn í efsta sæti. VF/pket.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
sunnudaginn 17. ágúst 2025 kl. 21:48

Grindavík með eina stig Suðurnesjaliðanna

Átjándu umferð Lengjudeildar karla fór fram í dag og var uppskera Suðurnesjaliðanna rýr, einungis eitt stig kom í hús og það frá neðsta Suðurnesjaliðinu, Grindavík. Þeir gerðu 3-3 jafntefli við HK á útivelli. Njarðvík tapaði á heimavelli gegn Þrótti Reykjavík, 2-3 og Keflvíkingar steinlágu gegn botnliði Fylkis, 4-0.
HK - Grindavík 3-3

Grindavík komst yfir með marki Adam Árna Róbertssonar en HK jafnði og þannig stóð í hálfleik. Grindavík komst svo í 1-3 með mörkum Árna Salvars Heimissonar og öðru frá Adami Árna, en HK náði að jafna. Í viðtali eftir leikinn á fotbolti.net, var þjálfari Grindavíkur, Haraldur Árni Hróðmarsson þakklátur fyrir stigið en HK sótti stíft í fyrri hálfleik og átti mörg góð marktækifæri.

Njarðvík - Þróttur Reykjavík 2-3

Sigurjón Már Markússon kom Njarðvík yfir en Þróttarar svöruðu með tveimur mörkum og þannig stóð í hálfleik. Freysteinn Ingi Guðnason jafnaði fyrir Njarðvík á 46 mínútu en Adam var ekki lengi í Paradís, Þróttarar komust aftur yfir mínútu síðar og það urðu lokatölur. Njarðvík heldur samt efsta sætinu því ÍR tapaði á heimavelli fyrir Þór Akureyri, sem komust þar með í 2. sætið í deildinni, eru stigi á eftir Njarðvík sem efst með 37 stig. Þróttur komst upp í 3. sætið með sigrinum, eru með 35 stig.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Njarðvíkingar fengu dauðafæri á lokamínútunni en boltinn fór hátt yfir markið. VF/pket.

Fylkir - Keflavík 4-0

Í viðtali eftir sigurinn gegn Grindavík í síðustu viku bar stöðugleiki á góma hjá þjálfara Keflavíkur, Haraldi Guðmundssyni, og markmverðinum Sindra Ólafssyni. Þeim varð ekki að ósk sinni, Keflavík steinlá gegn botnliði Fylkis.