Sverrir ætlar að berjast um titla með Grindavík
Nýráðinn þjálfari karlaliðs Grindvíkinga, Sverrir Þór Sverrisson ætlar sér að halda liðinu í toppbaráttunni þetta tímabil, en eins og kunnugt er urðu Grindvíkingar Íslandsmeistarar karla í körfubolta á síðasta tímabili. Í samtali við Víkurfréttir í gær sagði Sverrir ótrauður stefna á toppinn aftur með liðið en viðtal við Sverri má sjá hér að neðan.