Svanur taekwondomaður ársins á Íslandi
Keflvíkingurinn Svanur Þór Mikaelsson var í vikunni kjörinn taekwondomaður ársins 2016 á Íslandi. Í umsögn taekwondosambandsins segir að Svanur Þór hafi verið einn okkar allra besti taekwondomaður um árabil og hefur löngum verið jafnvígur í formum sem og bardaga. Þar segir einnig að Svanur sé eintaklega góð fyrirmynd annarra iðkenda í greininni og hefur hann verið burðarás í velgengni Keflavíkurliðsins undanfarin ár.
Svanur er ríkjandi Íslands- og RIG-meistari og hefur verið ósigrandi í bardaga undafarin ár á mótum innanlands. Svanur keppti á heimsmeistaramóti ungmenna í bardaga í Kanada í nóvember og gekk vel í mjög erfiðum flokki.