Suðurnesjastúlkur gera það gott í golfinu
Systurnar Kinga og Zuzanna hjá Golfklúbbi Suðurnesja, voru í tveimur efstu sætunum á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar í golfi í stelpuflokki, 14 ára og yngri. Kinga sigraði á þremur mótum og Zuzanna sigraði á tveimur en mótin voru alls sex. Kinga fagnaði m.a. Íslandsmeistaratitlinum í holukeppni og varð stigameistari.
Karen Guðnadóttir hjá GS varð svo stigameistari á Eimskipsmótaröðinni í golfi í fyrsta sinn á ferlinum. Hún lék einnig til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni.