Stórsigur Njarðvíkinga í Röstinni
Njarðvíkingar tylltu sér á topp Intersport deildarinnar í körfuknattleik þegar þeir sigruðu Grindvíkinga 64-87 í Röstinni í kvöld. Lið Njarðvíkur spilaði grimma vörn allan leikinn og til vitnis um það voru einungis 15 stig sem skráðust á Darrel Lewis, leikmann Grindavíkur, en það munu þykja ágætis hálfleikstölur þar á bæ. Nánar verður fjallað um leikinn á morgun.
VF-mynd/ Þorgils Jónsson