Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 15. apríl 2004 kl. 14:20

Stórsigur Keflavíkur

Karlalið Keflavíkur vann sigur á Stjörnunni í miklum markaleik í Deildarbikarnum í gær. Lokastaðan var 6-3 þar sem Hörður Sveinsson og Guðmundur Steinarsson skoruðu tvö mörk hvor og Scott Ramsey og Guðjón Antoníusson eitt mark hvor.

Keflvíkingar eru því enn taplausir í Deildarbikarnum, en spila næst á laugardaginn gegn FH áður en þeir halda í æfingaferð til Danmerkur.

Þá gerðu Keflavík og Fjölnir 4-4 jafntefli í Deildarbikar kvenna í gær. Samkvæmt heimasíðu félagsins voru stelpurnar að spila vel í leiknum og voru óheppnar að hafa ekki sigur úr leiknum.  Það voru þær Ágústa Jóna Heiðdal, Bergey Erna Sigurðardóttir, Inga Lilja Eiríksdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir sem skoruðu mörk Keflavíkur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024