Sportspjall: Jón Halldór
Jón Halldór Eðvaldsson er nýráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik. Honum til aðstoðar með liðið verður Agnar Mar Gunnarsson. Jón er að þjálfa í fyrsta skipti í efstu deild en Agnar hefur áður verið aðstoðarþjálfari í efstu deild kvenna en þá var hann hjá Njarðvík.
„Mér líst vel á starfið, þetta verður skemmtilegt og krefjandi verkefni,“ sagði Jón í samtali við Víkurfréttir en hann hefur þjálfað yngri flokka hjá Keflavík í um átta ár. Einnig þjálfaði Jón, ásamt Henning Henningssyni, U 16 ára landslið kvenna er þær urðu Norðurlandameistarar 2004. Jón hefur einnig fengist við dómarastörf og hefur dæmt fjölmarga leiki í efstu deildum karla og kvenna hér á landi.
Aðspurður um leikmannahóp Keflavíkur sagði Jón að hann yrði óbreyttur frá síðustu leiktíð að frátöldum bandaríska leikmanninum. „Það er ekkert komið á hreint hvað við gerum í erlendum leikmannamálum, við þurfum leikmann sem getur komið upp völlinn með boltann og skorað. Mér finnst líklegast að það verði skotbakvörður eða hreinræktaður leikstjórnandi,“ sagði Jón en hann er mest hrifinn af hröðum körfuknattleik. „Það er sá bolti sem Keflavíkurliðið er þekkt fyrir og hentar vel mínum stíl,“ sagði Jón. „Allir sem þekkja mig vita að ég hata að tapa, það er bara svoleiðis og við munum leggja 100% áherslu á að ná Íslandsmeistaratitlinum til baka,“ sagði Jón en Haukakonur urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn á síðustu leiktíð.
„Haukar eru náttúrulega með stórkostlega leikmenn og einn albesta leikmann sem Ísland hefur alið af sér,“ sagði Jón og átti þá við Helenu Sverrisdóttur og sagði hana jafngilda því að vera bandarískur leikmaður fyrir Hauka þar sem hún skilaði af sér hreint frábærum tölum í vetur. Markmið Jóns og Agnars eru skýr, þeir ætla að færa Íslandsmeistaratitilinn aftur á Sunnubrautina.
„Mér líst vel á starfið, þetta verður skemmtilegt og krefjandi verkefni,“ sagði Jón í samtali við Víkurfréttir en hann hefur þjálfað yngri flokka hjá Keflavík í um átta ár. Einnig þjálfaði Jón, ásamt Henning Henningssyni, U 16 ára landslið kvenna er þær urðu Norðurlandameistarar 2004. Jón hefur einnig fengist við dómarastörf og hefur dæmt fjölmarga leiki í efstu deildum karla og kvenna hér á landi.
Aðspurður um leikmannahóp Keflavíkur sagði Jón að hann yrði óbreyttur frá síðustu leiktíð að frátöldum bandaríska leikmanninum. „Það er ekkert komið á hreint hvað við gerum í erlendum leikmannamálum, við þurfum leikmann sem getur komið upp völlinn með boltann og skorað. Mér finnst líklegast að það verði skotbakvörður eða hreinræktaður leikstjórnandi,“ sagði Jón en hann er mest hrifinn af hröðum körfuknattleik. „Það er sá bolti sem Keflavíkurliðið er þekkt fyrir og hentar vel mínum stíl,“ sagði Jón. „Allir sem þekkja mig vita að ég hata að tapa, það er bara svoleiðis og við munum leggja 100% áherslu á að ná Íslandsmeistaratitlinum til baka,“ sagði Jón en Haukakonur urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn á síðustu leiktíð.
„Haukar eru náttúrulega með stórkostlega leikmenn og einn albesta leikmann sem Ísland hefur alið af sér,“ sagði Jón og átti þá við Helenu Sverrisdóttur og sagði hana jafngilda því að vera bandarískur leikmaður fyrir Hauka þar sem hún skilaði af sér hreint frábærum tölum í vetur. Markmið Jóns og Agnars eru skýr, þeir ætla að færa Íslandsmeistaratitilinn aftur á Sunnubrautina.