Sportmannapistill: Hungraðir Keflvíkingar of stór biti fyrir lystarlausa KR-inga.
Hvað á maður að segja eftir svona leik? Jú, ég hafði svolitlar áhyggjur af varnarleiknum þegar ég sá uppstillinguna. Fannst vanta meiri hæð og hafði ekki trú á að hreinir sóknarmenn eins og Símun, Daniel, Magnús eða Guðmundur ynnu mikla varnarvinnu og gott fótboltalið byggir á góðum varnarleik, ekki satt? En þetta voru ástæðulausar áhyggjur. Að vísu finnst Daniel örugglega allt skemmtilegra en að verjast og berjast í tæklingum, en stundum er það bara í góðu lagi og þannig var í gær.
Þetta var flottur leikur hjá Keflavíkurliðinu, sem spilaði frábæran leik í vörn og sókn. KRingar eru stórir og virka stæltir en þeir voru gersamlega lystar- og hugmyndalausir í gær.
Um okkar lið má segja margt og nánast allt gott. Það er erfitt að taka einhver sérstakan út úr hjá öftustu vörninni. Ef til vill má finna ein mistök þeirra í öllum leiknum ef vel er leitað. En annars flottir, öruggir á bolta, fínir í reitabolta enda fengu þeir nóg rými til þess. Guðmundur og Baldur voru kóngar í sínu ríki á miðjunni og vart veikan blett að finna hjá Guðjóni og Branko. Ómar í markinu leysti vel það sem féll til hans. Það var svo sem ekki mikið sem reyndi á hann að þessu sinni.
Og miðjan. Jónas er engum líkur og Hólmar gaf honum ekkert eftir. Eins og þeytispjöld um allan völl, sópandi upp og lokandi svæðum og sendingaleiðum. Og svona líka skemmtilegir spilarar. Var einhver að tala um landsliðsklassa? Það heyrist mér.
Framlínan, jú ég segi og skrifa. Á köflum minnti uppstillingin á 4-2-4 því Daníel og Símon lágu lengst út á köntum og virkuðu sem gamaldags kantmenn frekar en miðjumenn. Símon, rosa kraftur og vinna. Daníel flinkur, með góðar sendingar og að mestu hættur að hanga á boltanum of lengi. Guðmundur fyrirliði spilaði mest í frjálsu hlutverki ”í holunni” fyrir aftan Magnús sem var fremstur (oftast) og vann vel til baka. Þetta skapaði mikið og létt sóknarspil og KR ingar fundu engin svör. Guðmundur lét Magnúsi eftir að tætast í stórum og svifaseinum varnarmönnunum.
Mörkin komu á „góðum tíma” eins og nú er stundum sagt en hefðu þess vegna getað verið fleiri.
Áhorfendur voru margir og skemmtu sér vel. Meira að segja KR-ingar, sem sungu heilmikið í fyrrihálfleik. Frekar einhæft lagaval samt.
Lokaorð: Alltaf gaman að bursta KR.
Allir á völlinn! Áfram Keflavík.
Eiríkur Hermannsson Sportmaður nr. 23
Þetta var flottur leikur hjá Keflavíkurliðinu, sem spilaði frábæran leik í vörn og sókn. KRingar eru stórir og virka stæltir en þeir voru gersamlega lystar- og hugmyndalausir í gær.
Um okkar lið má segja margt og nánast allt gott. Það er erfitt að taka einhver sérstakan út úr hjá öftustu vörninni. Ef til vill má finna ein mistök þeirra í öllum leiknum ef vel er leitað. En annars flottir, öruggir á bolta, fínir í reitabolta enda fengu þeir nóg rými til þess. Guðmundur og Baldur voru kóngar í sínu ríki á miðjunni og vart veikan blett að finna hjá Guðjóni og Branko. Ómar í markinu leysti vel það sem féll til hans. Það var svo sem ekki mikið sem reyndi á hann að þessu sinni.
Og miðjan. Jónas er engum líkur og Hólmar gaf honum ekkert eftir. Eins og þeytispjöld um allan völl, sópandi upp og lokandi svæðum og sendingaleiðum. Og svona líka skemmtilegir spilarar. Var einhver að tala um landsliðsklassa? Það heyrist mér.
Framlínan, jú ég segi og skrifa. Á köflum minnti uppstillingin á 4-2-4 því Daníel og Símon lágu lengst út á köntum og virkuðu sem gamaldags kantmenn frekar en miðjumenn. Símon, rosa kraftur og vinna. Daníel flinkur, með góðar sendingar og að mestu hættur að hanga á boltanum of lengi. Guðmundur fyrirliði spilaði mest í frjálsu hlutverki ”í holunni” fyrir aftan Magnús sem var fremstur (oftast) og vann vel til baka. Þetta skapaði mikið og létt sóknarspil og KR ingar fundu engin svör. Guðmundur lét Magnúsi eftir að tætast í stórum og svifaseinum varnarmönnunum.
Mörkin komu á „góðum tíma” eins og nú er stundum sagt en hefðu þess vegna getað verið fleiri.
Áhorfendur voru margir og skemmtu sér vel. Meira að segja KR-ingar, sem sungu heilmikið í fyrrihálfleik. Frekar einhæft lagaval samt.
Lokaorð: Alltaf gaman að bursta KR.
Allir á völlinn! Áfram Keflavík.
Eiríkur Hermannsson Sportmaður nr. 23