Sparisjóðsmót ÍRB í sundi hefst í dag
Sparisjóðsmót ÍRB 2010 hefst í Vatnaveröld í Reykjanesbæ í dag og stendur fram á sunnudag.
Keppt verður í 50m laug fyrir 13 ára og eldri í fjölmörgum keppnisgreinum, með beinum úrslitum og keppt verður í 25m laug fyrir 12 ára og yngri með beinum úrslitum.
Mótið verður með sama sniði og tvö síðastliðin ár en þetta mót hefur verið eitt það stærsta ár hvert með um 400 sundmenn.
Líkt og í fyrra, þá munu 8 ára og yngri synda á föstudegi og þar fer fram hin margrómaði Sjóræningjaleikur. Þá verður boðið upp á bíóferð.
Keppt verður í eftirtöldum flokkum: 13 ára og eldri kk og kvk; sveina og meyja (11-12 ára); hnokka og hnátuflokki (9-10 ára) og 8 ára og yngri.
Verðlaunaveitingar fyrir yngri flokka
Sparisjóðurinn í Keflavík gefur öll verðlaun. Veitt verða verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti í einstaklingsgreinum 9 – 12
ára.
Allir 10 ára og yngri fá einnig þátttökupeninga. Einnig eru veitt sérstök verðlaun fyrir þann sem er fyrstur í sínum riðli.
Verðlaunaveitingar fyrir 13 ára og eldri, 13 – 14 ára verðlaunuð sérstaklega.
Verðlaunapeningar eru fyrir allar greinar. Fyrir 200m verða afhentir bikarar.
Fyrir stigahæsta sund í 200m er afhentur farandbikar, Sparisjóðsbikarinn. Um er að ræða fjóra bikara, annars vegar fyrir sundmenn 13-14 ára og hins vegar fyrir sundmenn 15 ára eða eldri, bæði karla og kvenna.