Söguleg Suðurnesjaglíma í Grindavík
Þar sem nýja knattspyrnuaðstaða Njarðvíkinga skammt frá Reykjaneshöll er ekki enn reiðubúin til notkunar mun grannaglíma Grindavíkur og Njarðvíkur fara fram á Grindavíkurvelli í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20:00 í 1. deild karla en leikurinn er athyglisverður fyrir þær sakir að félögin hafa ekki mæst í Íslandsmóti síðan 1987.
Árið 1987 mættust félögin í Íslandsmótinu í 3. deild en síðan þá hafa liðin mæst í
Fyrirfram eru Grindvíkingar mun sigurstranglegri enda á toppi deildarinnar með 10 stig en Njarðvíkingar eru í 9. sæti deildarinnar með 3 stig og sakna sárt miðjumanna sinna sterku þeirra Bjarna Sæmundssonar og Guðna Erlendssonar.
Grindavík lagði Fjölni 3-0 í síðustu umferð en Njarðvíkingar máttu sætta sig við 2-1 ósigur gegn Þór á Akureyri.
Þrjú lið fara upp úr 1. deildinni í sumar og með góðri byrjun hafa Grindvíkingar gert sig mjög líklega til að endurheimta sæti sitt í Landsbankadeildinni en það sem af er sumri hjá Njarðvík og Reyni er ljóst að bæði lið mega ekki misstíga sig mikið meira ætli þau sér að halda sæti sínu í deildinni.