Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Smit hjá Njarðvíkingum
Veigar Páll sýndi engin merki um slappleika í leiknum gegn Vestra á föstudag en þá var hann með 21 stig, þar af þrjá þrista. VF-mynd: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 7. desember 2021 kl. 11:32

Smit hjá Njarðvíkingum

Búið er að fresta leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í Subway-deild karla sem fara átti fram á fimmtudag þar sem Veigar Páll Alexandersson, leikmaður Njarðvíkurliðsins, hefur greinst með kórónuveirusmit.

Veigar Páll átti flottan leik gegn Vestra um helgina en hann greindist í gær með Covid-19. Í kjölfarið hefur hluti hópsins verið settur í sóttkví auk þess að einn úr hópnum er í smitgát. Þá hafa tveir yngri flokkar verið settir í smitgát en Veigar Páll þjálfar einnig hjá félaginu. Víkurfréttir heyrðu í Veigari nú í hádeginu og hann segist vera hinn hressasti, nú sé bara að bíða og sjá. Við vonum að Veigar hristi þetta af sér hið snarasta og að liðsfélagar hans og lærisveinar sleppi við óværuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samkvæmt upplýsingum á vef UMFN hefur leiknum gegn Stjörnunni ekki verið fundin endanleg dagsetning en hann ætti að vera leikinn seinna í mánuðinum. Leikur Vals og Njarðvíkur í átt liða úrslitum VÍS-bikarsins er þó enn á áætlun þann 13. desember að Hlíðarenda.

Tengdar fréttir