Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skotið á 75 dúfur
Föstudagur 11. maí 2012 kl. 14:39

Skotið á 75 dúfur



Skotdeild Keflavíkur stóð fyrir móti í leirdúfuskotfimi (skeet) síðastliðinn miðvikudaginn, þann 9. maí; VÍS-SKEET mótinu. Mótið var myndarlega styrkt af VÍS og veitt voru vegleg verðlaun í þeim tveimur flokkum sem keppt var í. Góð þátttaka var í mótinu en starf deildarinnar er í miklum blóma.

Skotið var á 75 dúfur eða þrír hringir í tveimur hópum. Úrslitin voru eftirfarandi:

Lengra komnir: 1. sæti Bjarni Sigurðsson, 2. sæti Theodór Kjartansson og 3. sæti Árni Pálsson.

Byrjendur: 1. sæti Þröstur Sigmundsson, 2. sæti Börkur Þórðarson og 3. sæti Ingi Þór Reynisson.


Næsta innanfélagsmót deildarinnar verður haldið 2. júní nk. og verða þá skotnar 125 leirdúfur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024