Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sjö Íslandsmeistarartitlar hjá ÍRB
Mánudagur 23. apríl 2018 kl. 10:15

Sjö Íslandsmeistarartitlar hjá ÍRB

Sundmenn ÍRB náðu góðum árangri um helgina á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug í sundi sem fram fór um helgina. Heilmikil kynslóðaskipti eru í gangi innan félagsins en ungt lið ÍRB er á réttri leið. Eftir mótið kom ÍRB heim með sjö Íslandsmeistarartitla, þrjú silfur og sex brons.

Verðlaunahafar ÍRB á ÍM 50 2018
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir varð Íslandsmeistari í 400m skriðsundi, 1500m skriðsundi, 400m fjórsundi og 800m skriðsundi, ásamt því að ná YOG lágmarki í 800m skriðsundi. Eydís varð því fjórfaldur Íslandsmeistari um helgina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Karen Mist Arngeirsdóttir varð Íslandsmeistari í 50m bringusund, 100m bringusundi og 200m bringusundi og varð þrefaldur Íslandsmeistari um helgina.

Gunnhildur Björg Baldursdóttir, silfurverðlaun í 200m flugsundi og bronsverðlaun í 400m fjórsundi.

Eva Margrét Falsdóttir, bronsverðlaun í 50m bringusundi, 100m bringusundi og 200m bringusundi.

Stefanía Sigurþórsdóttir silfurverðlaun í 200m baksundi.
Sylwia Sienkiewicz, bronsverðlaun í 200m fjórsundi.
Birna Hilmarsdóttir, bronsverðlaun í 1500m skriðsundi.

Kvennasveit ÍRB, silfurverðlaun í 4 x 100m fjórsundi. Sveitina skipuðu: Stefanía Sigurþórsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Sylwia Sienkiewicz og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir.

Eva Margrét Falsdóttir vann til bronsverðlaun í 200m bringusundi á afar góðu sundi, með rúmlega 10 sekúndna bætingu og eingöngu 0,90 frá lágmarki á NÆM, hún vann jafnframt til bronsverðlauna í öllum bringusundsgreinunum.

Fannar Snævar Hauksson fór á kostum á mótinu, hann setti nýtt Íslandsmet drengja í 50m flugsundi, ásamt því að bæta ÍRB metið í drengjaflokki í 50m baksundi, 100m baksundi og 100m skriðsundi.


Eydís á verðlaunapalli.

Karen og Eva.