Sex Suðurnesjamenn boðaðir til æfinga fyrir leikina gegn Ítalíu
Framundan eru tveir leikir í landsliðsglugga hjá landsliði karla í körfuknattleik. Ísland á tvo leiki gegn Ítalíu að þessu sinni í H-riðli í undankeppni HM 2023, heima og heiman.
Leikið verður í Ólafssal að Ásvöllum fimmtudaginn 24. febrúar kl. 20:00 og svo heldur liðið út til Bologna á Ítalíu þar sem seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 27. febrúar í PallaDozza-höllinni þar í borg. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV2.
Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans völdu 24 manna hóp fyrir nokkru sem var skráður leikmannahópur Íslands hjá FIBA og er löglegur til að leika í þessum glugga og nú hafa fimmtán leikmenn verið valdir og boðaðir til æfinga:
Nafn · Félag (landsleikir)
Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu (58)
Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (68)
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (86)
Jón Axel Guðmundsson · Hakro Merlins Crailsheim, Þýskalandi (15)
Kári Jónsson · Valur (24)
Kristinn Pálsson · Grindavík (25)
Martin Hermannsson · Valencia Basket, Spáni (71)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (47)
Pavel Ermolinskij · Valur (74)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (57)
Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (12)
Sigurður Gunnar Þorsteinsson · Tindastóll (58)
Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (49)
Þórir G. Þorbjarnarsson · Landstede Hammers Zvolle, Hollandi (16)
Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spáni (66)