Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sex frá Suðurnesjum í U-16 ára landsliðinu
Þriðjudagur 28. júní 2005 kl. 15:23

Sex frá Suðurnesjum í U-16 ára landsliðinu

Einar Árni Jóhansson, þjálfari U-16 ára landsliðs karla í körfuknattleik, hefur valið 12 manna lið sem leika mun fyrir Íslands hönd í úrslitum Evrópukeppnninar í Leon á Spáini. Fer mótið fram dagana 29. júlí til 7. ágúst í sumar. Ísland er eina liðið á Norðurlöndunum í öllum aldursflokkum sem leikur í A-deild.

Að þessu sinni komust sex Suðurnesjamenn í hópinn en þeir eru:

4 Elías Kristjánsson, UMFN, 184 cm, bakvörður, 5 landsleikir.
6 Þröstur Leó Jóhannsson, Keflavík, 197 cm, framherji, 19 landsleikir.
9 Rúnar Ingi Erlingsson, UMFN, 184 cm, bakvörður, 5 landsleikir.
10 Helgi Björn Einarsson, Grindavík, 191 cm, framherji, 5 landsleikir.
12 Magni Ómarsson, Keflavík, 187 cm, bakvörður, nýliði.
15 Hjörtur Hrafn Einarsson, UMFN, 193 cm, framherji, 19 landsleikir.

Þjálfari er Einar Árni eins og áður getur en hann þjálfar einnig meistaraflokk Njarðvíkur í körfuknattleik og því samtals sjö frá Suðurnesjum er koma að leik liðsins.

Aðrir leikmenn eru:

5 Atli Rafn Hreinsson Snæfell 197 cm Bakvörður 5 landsleikir.
7 Hjörtur Halldórsson Breiðablik 190 cm Framherji 5 landsleikir.
8 Arnar Freyr Lárusson Fjölnir 190 cm Framherji 5 landsleikir.
11 Snorri Páll Sigurðsson KR 185 cm Bakvörður Nýliði.
13 Páll Fannar Helgason Valur 184 cm Bakvörður 5 landsleikir.
14 Hjalti Friðriksson Valur 198 cm Framherji 5 landsleikir.

Þess má geta að Ísland er í riðli með Rússlandi, Króatíu og Grikklandi.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024