Sara Rún og Elvar Már gera samninga við erlend lið
Körfuknattleiksfólkið Sara Rún Hinriksdóttir sem hóf feril sinn með Keflavík og Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson, gengu í síðustu viku frá samningum við erlend lið fyrir komandi keppnistímabil.
Sara Rún sem lék á síðasta tímabili á Ítalíu, færir sig yfir til Spánar og mun leika með liði Sedis.
Elvar Már sem lék í Litháen á síðasta tímabili, gerði samning við stórlið PAOK í Grikklandi.
Það verður spennandi að fylgjast með þessu flotta körfuknattleiksfólki í vetur.