Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Samúel lagði upp mark gegn Kaupmannahöfn
Miðvikudagur 13. apríl 2016 kl. 12:42

Samúel lagði upp mark gegn Kaupmannahöfn

Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson er þessa dagana staddur á reynslu hjá danska liðinu Sønderjyske. Í æfingaleik með liðinu lagði Samúel upp mark gegn FC Kaupmannahöfn í 2-2 jafntefli. Samúel mun æfa með liðinu út vikuna og leika annan æfingaleik gegn Lyngby. Undanfarin ár hefur Samúel leikið með varaliði Reading á Englandi, en samningur hans við félagið rennur út í sumar. Það félag sem fær Samúel til sín þyrfti þó líklega að greiða fyrir hann uppeldisbætur. Eins þykir líklegt að danska liðið Horsens, sem er á leið í úrvalsdeild, hafi áhuga á að fá miðjumanninn til sín en hann fór á reynslu til liðsins fyrir skömmu.

Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára þá lék Samúel sinn fyrsta byrjunarliðsleik með u21 liði Íslands á dögunum þar sem hann stóð sig vel. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024