Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Roeder: Keflavík sigurstranglegri gegn Dungannon
Mánudagur 22. maí 2006 kl. 10:59

Roeder: Keflavík sigurstranglegri gegn Dungannon

Knattspyrnustjóri Newcastle United, Glenn Roeder, er alveg með það á hreinu hvernig spilast muni úr Inter Toto keppninni. Roeder telur að Keflvíkingar muni hafa betur í viðureign sinni gegn Norður-írska liðinu Dungannon Swifts.

 

Aftur á móti telur Roeder að Lilleström, sem yrðu næstu andstæðingar Keflavíkur ef þeir ynnu Dungannon, myndu ekki eiga í teljandi vandræðum með „mennina frá Íslandi“ eins og hann orðar það sjálfur.

 

Newcastle mætir einhverju af þessum þremur liðum, Keflavík, Dungannon eða Lilleström. Roeder segist vera undirbúinn fyrir átökin sama hverjir andstæðingarnir verða en hann hefur augastað á Lilleström og telur að Newcastle mæti þeim. „Knattspyrnan hefur oft sýnt skrítin úrslit en ég tel sjálfur að við munum mæta Lilleström,“ sagði Roeder.

 

Mynd 1: Stefán Örn gerir sigurmarkið gegn Víkingi

Mynd 2: http://icnewcastle.icnetwork.co.uk/ - Glenn Roeder, knattspyrnustjóri Newcastle United.

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024