Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynir tapaði fyrir botnliðinu - Njarðvík færist nær toppnum
Miðvikudagur 12. ágúst 2009 kl. 10:32

Reynir tapaði fyrir botnliðinu - Njarðvík færist nær toppnum

Suðurnesjaliðin í 2. deild karla í knattspyrnu áttu misjöfnu gengi að fagna í gær þar sem Reynir úr Sandgerði féll m.a. úr efsta sæti deildarinnar á ný.

Reynir tapaði óvænt, 1-0, fyrir Hamarsmönnum sem voru og eru í botnsætinu. Reynismenn voru sterkari í fyrri hálfleik án þess þó að ná að skora, en í uphafi seinni hálfleiks slapp sóknarmaður Hamars innfyrir vörnina og afgreiddi knöttinn laglega í stöngina og inn. Óverjandi fyrir markvörð Reynis.

Reynismenn hafa verið afar upp og ofan í seinni umferð mótsins eftir að hafa verið með yfirburðastöðu á tímabili, en eru þó enn í ágætismálum þar sem allt getur enn gerst í deildinni.

Njarðvíkingar bættu hins vegar stöðu sína talsvert þegar þeir sigurðu BÍ/Bolungarvík, 0-3, á útivelli þar sem Rafn Vilbergsson, Ólafur Jón Jónsson og Árni Þór Ármannsson skoruðu mörkin. Þeir eru nú tveimur sigum á eftir Reyni og Gróttu á toppnum.

 Þá gerðu Víðismenn enn eitt jafnteflið þegar þeir skildu jafnir, 0-0, við ÍH/HV á Garðsvelli. Þeir eru enn í neðri hluta deildarinnar, í níunda sæti, og eru óþægilega nálægt hættusvæðinu.

Staðan í deildinni.

Mynd: Reynir.is/Jón Örvar - Úr leik Reynis og Gróttu í síðustu umferð

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024