Reynir sigraði KV á seinustu mínútunum
Reynir Sandgerði gerði sér góða ferð í Kennaraháskólann þegar þeir mættu KV í 2. deild karla í körfuknattleik og sigruðu með 6 stigum, 71-77. Leikurinn var frekar jafn og skiptust liðin á að leiða leikinn.
Það var ekki fyrr en á loka mínútunum og úrslitin réðust en Reynir var þá undir þegar um 2 mínútur voru eftir af leiknum. Páll Halldór Kristinsson þoldi ekki að tapa og gerði sér lítið fyrir og má segja að hann hafi klárað leikinn en „Sandgerðingarnir“ skoruðu 11 stig á móti 3 stigum heimamanna seinustu tvær mínúturnar.
Páll Halldór Kristinsson var með 26 stig og þar af 5 í þriggja stiga. Hlynur Jóhannsson var með 15 stig, Helgi Guðbjarsson með 11 stig og Elvar Sigurjónsson var með 10 stig og 11 fráköst.
Mynd: Valþór Andrésson