Reynir í efsta sæti
Lið Reynis í Sandgerði situr í efsta sæti B-riðils 2. deildar karla í körfuknattleik. Reynismann hafa unnið fjóra fyrstu leikina og eru með 8 stig. HK er í öðru sæti með 6 stig og eiga leik til góða. Níu lið spila í riðlinum.
Reynismenn sigruðu lið Heklu í síðasta leik sem fór fram á Hellu. Lokatölur urðu 59-51. Hekla er í þriðja sæti deildarinnar með fjögur stig.