Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Reynir enn á toppnum
Laugardagur 4. júlí 2009 kl. 09:10

Reynir enn á toppnum

Reynismenn halda sínu striki í 2. deilda karla í knattspyrnu og tryggðu sig á toppnum með sigri á Hvöt frá Blönduósi 4-5 í gærkvöldi, en á meðan töpuðu grannar þeirra, víðismenn frá Garði, á eigin hemavelli fyrir Magna frá Grenivík og hafa enn ekki unnið leik í sumar.

Leikur Reynismanna og Hvatar verður lengi í minnum hafður þvíað hann var afar kaflaskiptur og spennandi allt til loka. Hvatarmenn náðu strax á upphafsmínútum leiksins 2-0 forystu, en Magnús Ólafsson og Ólafur Berry voru fljótir að svara fyrir Reyni og staðan var 2-2 í hálfleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Hjörvar Hermannsson kom Reyni yfir í upphafi seinni hálfleiks, en Hvatarmenn jöfnuðu stuttu síðar. Sininsa Valdemar Kekic kom Reynismönnum yfir á ný á 67. mínútu og virtist allt stefna í sigur þegar Hvatarmenn jöfnuðu enn á ný, einungis fjórum mínútum fyrir leikslok. Það voru hins vegar gestirnir frá Sandgerði sem áttu síðasta orðið þar sem Hafsteinn I. Rúnarsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.


Reynismenn eru á toppi 2. deildar karla með átta stiga forskot á Hött.


Víðismenn máttu, sem fyrr sagði sætta sig við tap á heimavelli og eru nú í 11. sæti af 12 liðum með 4 stig eftir níu leiki.


Staðan í deildinni

Mynd úr safni/Jón Örvar