Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Íþróttir

Reynir efst í þriðju deild
Reynismenn fagna. Þegar hlé er gert á Íslandsmótinu vegna hertra Covid-reglna eru þeir með fimm stiga forystu á toppi þriðju deildar karla í knattspyrnu. Ljósmynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 30. júlí 2020 kl. 22:48

Reynir efst í þriðju deild

Reynismenn náðu enn einum sigrinum rétt áður en tveggja vikna Covid-hlé hefst

Eins og koma fram í frétt okkar um leik Víðis og Völsungs hefur KSÍ frestað öllum leikjum í meistara- og 2. flokkum karla og kvenna næstu tvær vikur vegna hertra Covid-reglna.

Toppliðið mætir botnliðinu

Reynir lék í níundu umferð 3. deildar á Bessastaðavelli gegn Álftanesi. Fyrir leikinn var Reynir í efsta sæti en Álftanes í því neðsta, það átti ekki eftir að breytast.

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Álftanes skorar tvisvar

Strax á 2. mínútu skoraði Hörður Sveinsson og kom Reyni yfir, Álftanes jafnaði hins vegar á 10. mínútu og þeir skoruðu svo aftur þremur mínútum síðar – þá reyndar í eigið mark og Reynir því aftur komið yfir.

Ante Marcik jók forystu Reynis í 3:1 á 20. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Rólegri síðari hálfleikur

Það var öllu rólegra yfir markaskorun í seinni hálfleik. Elton „Fufura“ Renato, sem byrjaði á bekknum, skoraði eina mark hálfleiksins og fjórða mark Reynismanna. Lokatölur 4:1 og Reynir hefur þægilega fimm stiga foryst á toppnum, þess ber þó að geta að næstu lið eiga lei til góða þar sem umferðin spilast ekk öll áður en hlé verður gert vegna Covid.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25