Reynir efst í þriðju deild
Reynismenn náðu enn einum sigrinum rétt áður en tveggja vikna Covid-hlé hefst
Eins og koma fram í frétt okkar um leik Víðis og Völsungs hefur KSÍ frestað öllum leikjum í meistara- og 2. flokkum karla og kvenna næstu tvær vikur vegna hertra Covid-reglna.
Toppliðið mætir botnliðinu
Reynir lék í níundu umferð 3. deildar á Bessastaðavelli gegn Álftanesi. Fyrir leikinn var Reynir í efsta sæti en Álftanes í því neðsta, það átti ekki eftir að breytast.
Álftanes skorar tvisvar
Strax á 2. mínútu skoraði Hörður Sveinsson og kom Reyni yfir, Álftanes jafnaði hins vegar á 10. mínútu og þeir skoruðu svo aftur þremur mínútum síðar – þá reyndar í eigið mark og Reynir því aftur komið yfir.
Ante Marcik jók forystu Reynis í 3:1 á 20. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Rólegri síðari hálfleikur
Það var öllu rólegra yfir markaskorun í seinni hálfleik. Elton „Fufura“ Renato, sem byrjaði á bekknum, skoraði eina mark hálfleiksins og fjórða mark Reynismanna. Lokatölur 4:1 og Reynir hefur þægilega fimm stiga foryst á toppnum, þess ber þó að geta að næstu lið eiga lei til góða þar sem umferðin spilast ekk öll áður en hlé verður gert vegna Covid.