Reynir á fljúgandi siglingu í 1. deildinni
Reynir sigraði KFÍ, 96:78, í 1. deild karla í körfuknattleik í gær á Ísafirði. Leikurinn var jafn til að byrja með og heimamenn leiddu í hálfleik, 41:40.
Í síðari hálfleik var hins vega annað uppi á teningnum og voru það gestirnir úr Sandgerði sem fóru með sigur af hólmi eins og áður sagði. Jóhannes Kristbjörnsson fór hamförum í leiknum og setti niður 22 stig. Hann hitti úr öllum skotum sínum utan af velli, sex talsins, og var með 83% nýtingu á vítalínunni, setti niður 10 skot úr 12 tilraunum. Þá ber að nefna Agnar Garðarsson sem skoraði einnig 22 stig, þar af 6 þrista. Örvar Kristjánsson og Ásgeir Guðbjartsson skoruðu sín 17 stigin hvor.
Reynir eru taplausir í deildinni eftir þrjá leiki og eru með 6 stig í 2. sæti en þess má geta að Ármann/Þróttur sem er í 1. sæti með 8 stig hefur leikið fimm leiki.
Það skildi þó ekki verða að á næsta tímabili spili fjögur lið af Suðurnesjum í úrvalsdeild.
Í síðari hálfleik var hins vega annað uppi á teningnum og voru það gestirnir úr Sandgerði sem fóru með sigur af hólmi eins og áður sagði. Jóhannes Kristbjörnsson fór hamförum í leiknum og setti niður 22 stig. Hann hitti úr öllum skotum sínum utan af velli, sex talsins, og var með 83% nýtingu á vítalínunni, setti niður 10 skot úr 12 tilraunum. Þá ber að nefna Agnar Garðarsson sem skoraði einnig 22 stig, þar af 6 þrista. Örvar Kristjánsson og Ásgeir Guðbjartsson skoruðu sín 17 stigin hvor.
Reynir eru taplausir í deildinni eftir þrjá leiki og eru með 6 stig í 2. sæti en þess má geta að Ármann/Þróttur sem er í 1. sæti með 8 stig hefur leikið fimm leiki.
Það skildi þó ekki verða að á næsta tímabili spili fjögur lið af Suðurnesjum í úrvalsdeild.