Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Regína og Andrés sigra á púttmóti PS
Föstudagur 17. febrúar 2006 kl. 13:30

Regína og Andrés sigra á púttmóti PS

Hitaveitupúttmótið var haldið í Röstinni fyrir skemmstu.

Í kvennaflokki var Regína Guðmundsdóttir hluskörpust á 66 höggum og Hrefna Sigurðardóttir kom henni næst á 68 höggum. María Einarsdóttir var svo í þriðja sæti með 69 högg. Bingó-verðlaunin fyrir flestar holur í höggi fékk Regína líka.

Andrés Þorsteinsson sigraði í karlaflokki eftir umspil við Gústaf Ólafsson en báðir voru þeir á 63 höggum. Í þriðja sæti var svo Jóhann Pétursson á 66 höggum, en hann hlaut einnig Bingó-verðlaunin.

Hitaveita Suðurnesja gaf verðlaunin.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024